þriðjudagur, apríl 11, 2006

Á morgun segir sá ....


Loksins eru vorvindarnir (þó reyndar sé hér aldrei vindur) farnir að leika við okkur hér í Svíþjóð. Notaði tækifærið þar sem sólin skein og skellti mér til Stokkhólms. Þrátt fyrir að það taki aðeins rúman hálftíma með lest að fara þangað héðan hef ég eiginlega ekkert nýtt mér höfuðborgina sem slíka. Er farin að hlakka til að flytja þangað í haust, þó það taki e.t.v. smá tíma að koma sér í stórborgarfílinginn. Er orðin svo vön rólegheitunum í Uppsölum að stressið í Stokkhólmi getur tekið aðeins á taugarnar. Allt of mikið af fólki, bílum, hávaða.
Reyndar fór ég ekki bara til Stokkhólms til að njóta veðurblíðunar, meira til að ná mér í bækur fyrir mastersritgerðina. Hef einnig neyðst til að níðast á fjölskyldumeðlimum til að ná mér í bækur og fá þær sendar frá Akureyri. Merkilegt hvað ég er dugleg að finna bækur en léleg að lesa þær. Það er einhvern vegin svo miklu léttara en að gera eitthvað í alvörunni. En á morgun, á morgun mun ég byrja af alvöru...


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ bara að láta vita að ég fylgist ennþá með þó ég kommenti ekki mikið. Erum á Íslandinu góða sem er svo Yndisslegt :) Náttúran,hreina loftið og "hvíta" vatnið er eitthvað sem ég var virkilega farin að sakna. Er komin með nett bikini-far eftir einn dag í Sundlaug Akureyrar ;)Sá kunnuglegan líkama í sturtunni og leit því aðeins ofar og sá að andlitið passaði Sollu bollu hehe, fyndið að maður þekki einhvern af líkamanum hehe. jæja hafðu það gott sæta, koss og knús

Nafnlaus sagði...

hæ anna litla.tetta er agætis maltæki.maður tarf nu oft að hugsa svolitið um tað sem maður er að fara að og þa er nu agætt að nota daginn i dag i það.gaman að geta fylgst aðeins með litlu frænku sinni i utlondum,en hvernig er tetta með þig ertu aldrei a m.s.n.

Anna Þorbjörg sagði...

Saelar stulkur badar tvaer! Gaman ad fa sma komment, annars finnst mer ekkert gaman ad skrifa ef mer finnst enginn vera ad lesa. En Eyglo, ert thu a msn eg bara spyr??? Thu verdur ad bidja mig um ad vera msn felagi thinn svo vid getum talad saman i gegnum thad.Hlytur ad finna ut ur thvi thar sem thu ert ordin svona taeknivaedd!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, ég segi það sama, fylgist ennþá með, kommenta aldrei, kann ekki alveg á þennan heim:)
Ég er í New York, búin að vera í Boston, fer heim í kvöld. Æðisleg ferð í alla staði nema hún mætti vera lengur og þitt selskap vantar í fatabúðarölt og á pöbbnum! En aðallega hef ég þó nördast í tónlistarbúðum, tónleikum og slíkt. Gangi þér vel með ritgerð. Skrifa bráðum. Kram.

Nafnlaus sagði...

Vó! við vorum að skrifa hérna inná á sama tíma!
Ég segi það sama, þú ert aldrei á msn!

Nafnlaus sagði...

elsku kerlingin min eg er svoleiðis buinn að reyna að hafa samband a m.s.n.en ekkert gengið.er ekki rett að það er atobba@hotmail.com.mitt er eygloegils@hotmail.com.