Ég stóð við hin stóru orð gærdagsins og byrjaði daginn í dag með því að hjóla á bókasafnið árla morguns og sitja þar bróðurpartinn úr deginum. Skemmti mér alveg hreint ágætlega við lestur á sambandi Íslands og Noregs í þorskastríðunum sem og við Bretland. Ótrúlegt hvað þetta var mikið hitamál og þvílíkar yfirlýsingar sem voru gefnar á báða bóga. Verð þó að vitna hér í inngang bókarinnar sem mér þótti ansi skondinn og bera merki um hvað Íslendingar geta verið eitthvað uppteknir af sjálfum sér
In 1965 an Icelandic university student openly charged Norwegian academics and politicians with systematic and blatant "theft" by claiming that famous Icelandic men from the age of the Vikings and the Sagas were in fact Norwegian. In the way, the charge went, the ruthless Norwegian tried to deprive Icelanders of their glorious past and make it their own. In Reykjavík, Norwegian diplomats were amused for a while but had almost forgotten the accusations when the Icelandic forreign minestry firmly asked for Norway's official position in the case
Ég veit manni getur hitnað í hamsi þegar norsararnir eru að eigna sér Snorra Sturluson og Leif Eiríksson (sem by the way var Grænlendingur) en kommon fólk!!! Leggja fram kæru og vilja opinbera afstöðu til málsins. En það er engu að síður skemmtilegt og ágætis tilbreyting að geta glottað út í annað við lestur skólabóka, vona að svo verði áfram þó að ég efist reyndar stórlega.
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli