þriðjudagur, apríl 04, 2006

Negotation day

Hér erum við Aysu eftir erfiðan samningaviðræðnadag. Ég, ráðherra innanríkismála og Aysu, fulltrúi uppreisnarmanna. Þetta var annars fínasti dagur, vorum frá klukkan 10 um morguninn þar til að verða 5. Ef ég hafði einhvern tíma hug á að fara út í stjórnmál þá held ég að sá áhugi hafi dáið í dag. Það er erfitt að sætta ólík sjónarhorn þó að kröfur Maya um aukin mannréttindi og banna hernum að beita ofbeldi sé kannski ekki alveg það sama og að karpa um byggðamál og kvótakerfi. En með hjálp Sameinuðu þjóðanna náðum við loks samkomulagi og samningar voru undirritaðir. Held þó að þar sem við vorum orðin þreytt og vildum komast heim hafi fremur ráðið undirritun en að allir hafi verið sáttir við sinn hlut. Aldrei að vita nema blóðug átök muni brjótast út í sýndarveruleikanum okkar innan skamms.

2 ummæli:

Anna Þorbjörg sagði...

P.s. Maðurinn sem sést á milli okkar er Anthony frá Ástralíu og mennirnir tveir fyrir aftan Aysu eru Svíar að bíða í röð við hraðbanka (tilvísun til fyrri pósts)

Nafnlaus sagði...

.....alltaf sama gellan frænka!!! :)