föstudagur, apríl 07, 2006
MA í berjamó!
Jeij!!! MA vann Gettu betur. Sem gamall MAingur gladdi þetta mitt litla hjarta. Aldrei gat liðið unnið þegar ég var í skólanum, unnu þó Morfís svo það kom kannski í staðinn. Hlýtur að vera gaman að vera MAingur í dag þó e.t.v. fari monntið í taugarnar í einhverjum og Hesta-Jói getur verið pirrandi til lengdar. Piltarnir í liðinu munu þó verða eftir þetta þekktir sem Gettu Betur strákarnir. Síðast þegar MA vann þetta, held ég 1991 eða 2 þá hlaut liðið heimsfrægð á Akureyri og enn þann dag í dag veit ég hverjir þetta eru. Einn þeirra vann sem læknir á FSA eitt sumarið þegar ég vann sem ritari og fannst frekar svalt að vera að skrifa sjúkraskýrslur eftir Pálma í Gettu Betur. Þessi keppni var afar ofarlega í huga okkar Akureyringa þessi tvo ár sem "við" unnum því ég minnist þess sérstaklega þegar við Barnskælingar settum upp leikrit um keppnina og Sólrún fór á kostum sem Ragnheiður dómari og spurningasmiður. Ég fór með hlutverk stigavarðar og fór vafalaust með leiksigur í því krefjandi hlutverki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þá hafa náttlega fáir tærnar þar sem ég hef hælana í gamanleik!! Þetta var líka hápunktur ferils míns, Bennsi sagði meira að segja við pabba að ég ætti að leggja leiklistina fyrir mig!
Skrifa ummæli