9 blaðsíður komnar, 31 eftir!
Dreif mig loksins til að gera eitthvað í dag, eftir afar langa afslöppunarhelgi. Fór á Dag Hammarskjöld bókasafnið strax við opnun klukkan 10. Ég entist þar til hálf 8 sem verður að teljast afar gott svona miðað við aldur og fyrri störf. Tók mér reyndar langan hádegismat, en ég og Alena (USA) nýttum okkur hið nýfengna vorveður sem hefur glatt okkur síðustu daga, og fórum í Ica og versluðum nesti. Fórum svo að ánni sem gengur í gegnum miðbæinn og sátum þar og slúðruðum og átum smårgås (smurt brauð). Af hverju er lífið svona miklu auðveldara og skemmtilegra þegar veðrið er gott? Fannst heldur ekkert svo erfitt að einbeita mér við lestur því mér fannst lífið bara almennt gott og ritgerðin mín ekki jafn hræðilega misheppnuð og mér finnst venjulega. Enduðum svo góðan og afkastamikinn dag og fórum nokkur á Uplands nation og fengum okkur eina kollu hvort til að verðlauna okkur.
= Góður dagur!
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Anna mín, gaman að heyra að þú sért dugleg við lærdóminn. Gangi þér vel.
Mamma
Skrifa ummæli