laugardagur, apríl 15, 2006

Lærdómsblogg II

Enn heldur námsefnið áfram að skemmta mér! Er að lesa um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjana (sem nú er lokið, jibbí!) og er áhugavert að lesa um hversu annt stjórnvöldum var um að halda hinum íslenska kynstofni ómenguðum, og þá auðvitað skjannahvítum. Stjórnvöld í Reykjavík héldu í kröfur sínar að allt starfsfólk hersins væri hvítt en veittu þó leyfi fyrir 3-4 "lituðum" starfsmönnum en þá var jafnfram tekið fram að þeir ættu að vera "carefully selected" fjölskyldumenn. Hins vegar neituðu íslensk stjórnvöld að kannast við þessar kröfur sínar þegar málið varð opinbert í Bandaríkjunum. Verð bara að segja, þvílík fífl sem ráðamenn þessa lands hafa verið (svo sem lítið skárri í dag). Finnst þetta samt frekar grátbroslegt, að krefjast einhvers og neita svo að kannast við það. Bjánar!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleiðilega páska!!!
knús frá Bobbanum!!! :)

Nafnlaus sagði...

Já nú dámar mér!!