laugardagur, apríl 08, 2006

Allra þjóða kvikyndi

Mynd frá Negotiation deginum. Frá hægri; Hannah frá Bretlandi (fulltrúi hersins), Aysu frá Finnlandi (fulltrúi uppreisnarmanna), Martina frá Tékklandi (fulltrúi Bandaríkjana), Keit frá Eistlandi (líka USA), ég sjálf, Rieneke frá Hollandi (fulltrúi uppreisnarmanna), Tony frá Ástralíu (fulltrúi Maya), Xue Bai frá Kína (fulltrúi S.Þ) og Christian frá Bretlandi (fulltrúi hersins). Eins og sjá má var mismikill metnaður lagður í búningana, held að Tony hafi haft vinninginn en sem viðbót við góðan búning buðu Mayarnir upp á Nachos, e.t.v. í þeirri veiku von að fá betri samninga. Gott múv það! En eins og sjá má er þetta afar misleitur hópur sem myndar bekkinn minn. Allt saman hið besta fólk og erum við að ná háu stigi í tilfinninganæmninni þar sem aðeins 2 mánuðir eru eftir af veru okkar hér. Skrítið til þess að hugsa að fæst af þessu fólki mun maður hitta aftur. Sorglegt.

Engin ummæli: