laugardagur, apríl 15, 2006

...hann á afmæli í dag...





Í dag er laugardagur. Í dag vaknaði ég klukkan 7. Ástæðan...Tobias á afmæli og við undirbjuggum smá óvæntan afmælisvakning. Keit og Angela bökuðu afmælisköku, ég kom með kaffið og svo skunduðum við að herbergi Tobiasar með kökuna með logandi kertum og dingluðum grimmt þar til hann kom til dyra og sungum afmælissönginn. Vorum mest hrædd um að hann kæmi hálfsofandi til dyra, nakinn, það hefði verið vandræðalegt. En hann var sómasamlega til fara með stírur í augunum. Er hálf fegin samt að ég er búin að eiga afmæli, væri ekkert svo til í að þurfa að fara til dyra nývöknuð, það væri ekki fögur sjón. Finnst þetta samt sýna vel hvað allir eru miklir og góðir vinir hér (ég veit, væmið). Hér eru líka allir fjölskyldulausir, og því erum við ein stór fjölskylda sem búum hér í Lilla Sunnersta. Ekki skrítið að maður sé farinn að kvíða fyrir að kveðja þetta lið.
Á myndinni hér fyrir neðan; Tony, Tejal, Tobias (afmælisbarnið), ég, Choeng og Angela. Ferskleikinn uppmálaður!

Engin ummæli: