Síðan ég flutti hingað til Uppsala hef ég aðeins einu sinni heyrt íslensku á götu úti, reyndar í súpermarkaðnum Willies. Í dag hins vegar heyrði ég hana í annað sinn. Ég var að labba með i-podinn minn eins og venjulega (sem gæti verið ástæðan fyrir að ég heyri ekki neina íslensku) og tek þá eftir fjölskyldu sem stendur við hlið mér að bíða eftir grænum kalli. Mamman er í einhvers konar afbrigði íslenskrar lopapeysu en það sem varð hins vegar til þess að ég slökkti á i-podinum til að athuga hvort grunur minn að um Íslendinga væri að ræða var útlit unglinsstúlkunnar. Stúlkan var fyrirmyndardæmi um þann húðlit sem virðist einkenna ungt fólk nú til dags á Íslandi. Þessi appelsínuguli litur er sem einkennislitur íslenskrar æsku, sérstaklega, eins og í þessu tilfelli, aflitað hár og skringilega plokkaðar, kolsvartar augabrúnir. Þykir þetta smart ég bara spyr!!!!
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli