fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hálfnað verk þá hafið er...

Kannski ekki alveg hálfnað en alla vega 2 blaðsíður búnar, 38 eftir! Erum sem sé að tala um meistararitgerðina sjálfa. Var búin að setja mér fyrir að skrifa 3 blaðsíður í dag og 2 á morgun, svona til að hafa góða samvisku þegar ég skelli mér í rauða kjólinn annað kvöld og dreypi á dýrindis vínum fram á nótt! Það er sem sagt ekkert sjónvarp fyrir mig í kvöld sem er erfitt skal ég segja ykkur þar sem sjónvarpið stendur hér við hliðina á mér og mænir á mig í þeirri von að á það verði horft. Held það sé athyglissjúkt! Gæða sjónvarpsefni eins og hinn sænski Big Brother fer sem sé fram hjá mér þetta kvöldið. Aldrei að vita nema ég missi af æsispennandi kynlífssenu eða jafnvel að einhver pissi á gólfið. Þessir Svíar (og örfáir Normenn) sem taka þátt hafa engin takmörk fyrir hvað þeir gera í sjónvarpi. Allnokkrar samfarasenur hafa verið sýndar og fólk hleypur um hálfnakið í tíma og ótíma slefandi upp í hvað sem á vegi þeirra verður. Vissi ekki að til væru svona mikið af subbulegu hvítu hyski í landi Emils í Kattholti og Línu langsokks. Þau hafa gjörsamlega rústað hinni fallegu ímynd minni af sænskum, heilbrigðum, hamingjusömum ungmennum, þau eru alveg jafn kexrugluð og ungmenni í öðrum löndum, ef ekki verri. Hver hefði trúað þessu. En hér er sýnishorn af eftirlætis sonum og dætrum Skandinavíu, sjaldan hefur jafn mikið af sílikoni, hárlengingingum og aflitun verið samankomið!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff ég get ekki sagt að ég öfundi þig af rigerðinni....sit hérna og reyni að drulla einni smá íslenskuritgerð, harðlífið alveg að fara með mig, gengur ekkert ;)
en gangi þér vel!! :)