þriðjudagur, apríl 18, 2006

Heimkoma

Þá eru heimferðarmál komin á hreint. Kem heim 16. júní og fer aftur út 26. Ekki langt stopp, veit að þetta er allt of stutt og mun líklega kveðja land með tár í augum. Reyndar geri ég það í hvert sinn hvort sem ég er búin að vera í 4 vikur eða eina. Ég er samt mjög sátt við þá ákvörðun mína að vera hér í sumar, finn það núna þegar vorið er að koma á harðarspretti að það verður gott að vera hér í sumar.
Annars átti ég nokkuð góðan dag á bókasafninu við lestur raunsæiskenninga og annars skemmtilegs. Gerði þó stutta pásu og skrapp í H&M og keypti mér rauðdoppóttan sumarkjól. Þegar ég fór inn í búðina, var það bara til að skoða, en þar sem ég er verslunarfíkill gat ég ekki hamið mig. Ætli maður skelli sér ekki í gripinn á föstudaginn þegar Luchingerbræðurnir (bræður Gabriel frá Sviss sem eru í heimsókn) verða með vínsmökkun hér í Lilla Sunnersta. Maður verður nú að vera elegant fyrir svo siðfágaða samkomu!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott hja þer að kaupa þer kjol.þu att það alveg skilið.kannski getur þu sveiflað þer i honum a ættarmotinu haha

Nafnlaus sagði...

Úú mig er búið að dreyma um rauðdoppóttan kjól í langan tíma, fæ hann lánaðan þegar ég kem;) Sammála Eygló þú átt það svo sannarlega skilið því þú ert alltaf svo dugleg. Knús

Anna Þorbjörg sagði...

Takk stúlkur, líður strax betur yfir kaupæðinu. Skelli mynd af gripnum við fyrsta tækifæri fyrir þig, Dagný, held þú passir alveg í hann, er í það þrengsta yfir júllurnar á mér!

Nafnlaus sagði...

það er svona að vera með svona rosalegar Júllur ;)

Nafnlaus sagði...

Blessuð svenska blogga jenta...
mykket treveligt a lesa om hva
som hender deg i kongeriket Sverige :o)
talandi um kaupæði, ég held að ég sé komin með eithvert slíkt æði núna, ég er búin að kaupa mér fjögur pör af skóm síðan ég kom hingað til Lisbóa... fleiri skó en ég hef keypt síðastliðin fjögur ár...
Frábært að heyra að þú komir aðeins heim að heilsa upp á liðið, verður þú ekki einhvern tíma í höfuðborginni? Þórhildur

Nafnlaus sagði...

við missum víst af hvor annarri, ég kem til íslands um miðjan júli en kannski verður það bara helgarferð til stokkhólm næsta vetur, þú ert nú alltaf velkomin til niðurland...mússimúss habbý

Anna Þorbjörg sagði...

Takk fyrir öll kommentin stúlkur mínar. Léttir mér lundina svona þegar ég sit við tölvuna allan daginn. En Lóló mín, held ég stoppi nú ekkert í Reykjavík í þetta sinn, held að mamma ætli að keyra mig heim þann 16. og svo er ættarmót helgina áður en ég fer svo ég fer ekki suður fyrr en sunnudagskvöldið og flýg út á mánudegi. Getum þó að sjálfsögðu skipulagt smá hitting þá. Gengur ekki að sjást ekki neitt.
Fúllt Habbý mín að við förum á mis. Að sjálfsögðu ert þú alltaf velkomin til Stokkhólms þegar ég flyt þangað og enn á ég eftir að heimsækja þig til Niðurlanda. Aldrei að vita nema maður banki upp á einn daginn!