mánudagur, apríl 17, 2006

Gleðilega páska


Var að koma heim úr páskabrunch. Það er víst siður í Tékklandi að halda sérstaklega upp á annan í páskum. Hittumst nokkur heima hjá Tékkanum Martinu og allir komu með eitthvað með sér. Þar sem allt er lokað í dag komu flestir með bakkelsi úr lestarstöðvarsjoppunni. En þetta var afar huggulegt og kom í staðinn fyrir hina hefðbundnu páska sem maður er vanur í faðmi fjölskyldunnar borðandi páskaegg og lambasteik.
Á laugardagskvöldið fórum við svo á tjúttið sem var afar vel heppnað og allir sérlega hressir. Vorið er loksins komið og taka því fagnandi eftir frostaveturinn mikla sem við höfum upplifað hér. Loksins gat ég notað opnu hælaskóna mína og farið út án trefils og vettlinga. Reyndar voru allir afar "impressed" (íslenskan hefur ekkert gott orð fyrir þetta) að ég væri á tánum og í þunnum jakka. Þau hefðu bara átt að sjá mig á mínum yngri árum í mínipilsi og sandölum í frosti og snjó. Reyndar notaði ég þessa opnu skó mína í febrúar hér þegar það var snjór, en var í sokkum, og ein stelpan sem er frá Kirgistan, hefur sagt öllum vinum sínum frá því. Frá þessari skrítnu íslensku stelpu sem kann ekki að klæða sig eftir veðri. En hversu skemmtilegt er að vera í kuldaskóm og dúnúlpu í hvert skipti sem maður skellir sér á barinn?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja anna min.gott þu attir goða paska an okkar.en talandi um að klæða sig eftir veðri.við islendingar erum bara svo hraustir að við getum verið i opnum skom og hufulausir þo hann blasi svolitið.knus

Nafnlaus sagði...

Rosa hljómar þetta huggulega!! Ég er líka komin í netheima, ekki blogg þó, mest tónlistarrugl: www.myspace.com/stinafidla