laugardagur, apríl 22, 2006
the day after
Hér má sjá yngsta Lüchinger bróðurinn. Stóð sig vel sem vínspekulant. Það verður þó að viðurkennast að eitthvað fór siðfágunin fyrir lítið þegar leið á kvöldið og smakkaðar höfðu verið nokkrar flöskur. Gat svo gefið smakk á gyn og tónik sem ég lumaði á og bauð Lüchingar bræðrunum upp á. En guð minn almáttugur hvað hægt er að velta sér mikið upp úr vínum, hvernig skal þefa, hvernig drekka og hvernig hreyfa á glasið. En engu að síður skemmtilegt!
Annars liggur leiðin til Helsinki í dag. Er að fara þangað með margumtöluðum Lüchingarbræðrum og nokkrum stúlkukindum úr bekknum. Þetta er mín fyrsta Finnlandsferð svo ég er nokkuð spennt. Reyndar er heilsan (lesist timburmenn) ekki alveg upp á sitt besta svo tilhugsunin um að eyða hálfum sólarhring á skipi er ekki mjög upplífgandi.
Góða helgi annars allir saman!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blessuð Anna, sá tengil á síðuna þína frá síðunni hennar Hrundar. Þú ert greinilega komin í fyrirheitna landið...gaman af því:)
Hafðu það gott í Sverige og gangi þér vel!!
Freyja
www.bogeyman.blogdrive.com
Skrifa ummæli