Ég var að tala við hana Dagnýju litlu systur og fylltist miklum söknuði. Þó það sé gaman að búa í útlöndum þá er margs sem maður saknar og þá auðvitað mest litlu dýrana (vona að enginn móðgist!) Ákvað því að skella einni sætri mynd af þeim, veit þó að Egill verður ekki sáttur því hann er of kúl fyrir svona væmni, held að færri séu svalari en Eibú. Varð þó að taka linkinn á bloggið hans af mínu, vildi víst ekki að sumir gætu lesið kvartið og kveinið í sér... Dagnýjar blogg er hins vegar öllum opið, enda ekki með neitt attitjúd!
Er annars bara róleg í kvöld, að hlaða batteríin fyrir átök morgundagsins. Fór í matarboð til Vibeke í gærkvöldi í gömlu íbúðina mína, og þar voru Svíarnir að tala um það sem við mætti búast á morgun. Þetta hljómar ansi mikið eins og þjóðhátíð, fyrir utan appelsínugulu 66° N pollagallana og Árna Jónsen. Gsm símar virka ekki vegna álags, drukknir unglingar veltandi um svæðið og moldarflag myndast í görðum bæjarins. Í kvöld er reyndar líka mikið djamm, kallað Kvalborg. Þó ég sé nú með þekktari partýpinnum í bekknum, hef ég samt mín takmörk og held mig heima í kvöld. Ætli sænska ríkið græði ekki tá á fingri af áfengissölu um þessa helgi. Fór einmitt í Systembolaget (ÁTVR þeirra Svía)í dag og verslaði kampavín og öl. Beið í tæpan klukkutíma eftir afgreiðslu. Allt kreisí sem sé! Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman fram, afar spennandi finnst mér að byrja daginn með jarðaberjum og freyðivíni. Alla aðra daga væri það sterkt merki um áfengissýki á háu stigi, en á Valborg er víst allt leyfilegt. Gef skýrslu síðar...
laugardagur, apríl 29, 2006
föstudagur, apríl 28, 2006
Myndir um borð í Silja og í Helsinki
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Beðið eftir Valborg
12 blaðsíður komnar, 28 eftir.
Framundan er viðburðarík helgi framundan. Á sunnudaginn er víst mesti partýdagur í Uppsala sem um getur. Svo kölluð Valborg. Þar sem ég þekki nánast bara útlendinga hér, veit ég ekki svo mikið um uppruna þessarar hátíðar sem ávalt er haldin hér síðasta daginn í apríl. Tveimur aukalestum er bætt inn yfir daginn til Uppsala frá Stokkhólmi. Höfuðborgarbúarnir sem vanalega eru ekki að ómaka sig að fara út á land eru þennan dag ekki of góðir til að skreppa í "sveitina". Hef jafnvel fengið fregnir af gömlum Uppsalastúdentum sem búa nú erlendis, sem koma sérstaklega hingað til að vera viðstaddir ósköpin.
Dagskráin fyrir þennan dag er eitthvað á þessa leið:
Kl. 10: Kappsigling niður eftir Fyrisån sem gengur gegnum bæinn. Tekið er fram að gjarnan megi blanda því að fylgjast með herlegheitunum megi kombinera (?) það með kampavínsmorgunverði. Það er sem sé hefð að byrja þennan dag á einum slíkum.
Kl. 12: Lautarferð í einum af görðunum hér í borg. Hér er sérstaklega mælt með að snæða síld og hafa með því snaps.
Kl. 15: Stúdentar hittast fyrir utan aðalbókasafnið þar sem rektor heldur stutta tölu og allir veifa sínum fínu stúdentahúfum (samskonar og "lögregluhattarnir" sem við fengum við útskrift). Strax þar á eftir hefst kampavínskapphlaup þar sem stúdentar hlaupa sem fætur toga til sinnar "nation" (einskonar stúdentafélag, 13 mismunandi og allir meðlimir að einni slíkri) og fá þar kampavín.
Kl. 21: Hist við höllina hér og vorið sungið inn. Stór efa að maður muni mæta þangað, finnst líklegt að kampavínið sé að þessum tímapunkti farið að segja til sín og fjöldasöngur sé ekki efst í huga manns.
En sem sé, nóg um að vera, og svo höfum við sjálf auðvitað reddað okkur partýpleisi milli liða. Stafrænu vinkonur mínar munu vonandi vera duglegar að taka myndir þennan dag og láta mig fá svo ég geti skellt þeim hingað inn. Þetta hljómar alla vega stórskemmtilega og eftir að hafa séð myndir frá fyrri árum er ég sannfærð um að íbúafjöldi Uppsala tífaldast þennan dag!
En þangað til gleðin tekur völdin; nokkrar blaðsíður bíða eftir að vera skrifaðar.
Framundan er viðburðarík helgi framundan. Á sunnudaginn er víst mesti partýdagur í Uppsala sem um getur. Svo kölluð Valborg. Þar sem ég þekki nánast bara útlendinga hér, veit ég ekki svo mikið um uppruna þessarar hátíðar sem ávalt er haldin hér síðasta daginn í apríl. Tveimur aukalestum er bætt inn yfir daginn til Uppsala frá Stokkhólmi. Höfuðborgarbúarnir sem vanalega eru ekki að ómaka sig að fara út á land eru þennan dag ekki of góðir til að skreppa í "sveitina". Hef jafnvel fengið fregnir af gömlum Uppsalastúdentum sem búa nú erlendis, sem koma sérstaklega hingað til að vera viðstaddir ósköpin.
Dagskráin fyrir þennan dag er eitthvað á þessa leið:
Kl. 10: Kappsigling niður eftir Fyrisån sem gengur gegnum bæinn. Tekið er fram að gjarnan megi blanda því að fylgjast með herlegheitunum megi kombinera (?) það með kampavínsmorgunverði. Það er sem sé hefð að byrja þennan dag á einum slíkum.
Kl. 12: Lautarferð í einum af görðunum hér í borg. Hér er sérstaklega mælt með að snæða síld og hafa með því snaps.
Kl. 15: Stúdentar hittast fyrir utan aðalbókasafnið þar sem rektor heldur stutta tölu og allir veifa sínum fínu stúdentahúfum (samskonar og "lögregluhattarnir" sem við fengum við útskrift). Strax þar á eftir hefst kampavínskapphlaup þar sem stúdentar hlaupa sem fætur toga til sinnar "nation" (einskonar stúdentafélag, 13 mismunandi og allir meðlimir að einni slíkri) og fá þar kampavín.
Kl. 21: Hist við höllina hér og vorið sungið inn. Stór efa að maður muni mæta þangað, finnst líklegt að kampavínið sé að þessum tímapunkti farið að segja til sín og fjöldasöngur sé ekki efst í huga manns.
En sem sé, nóg um að vera, og svo höfum við sjálf auðvitað reddað okkur partýpleisi milli liða. Stafrænu vinkonur mínar munu vonandi vera duglegar að taka myndir þennan dag og láta mig fá svo ég geti skellt þeim hingað inn. Þetta hljómar alla vega stórskemmtilega og eftir að hafa séð myndir frá fyrri árum er ég sannfærð um að íbúafjöldi Uppsala tífaldast þennan dag!
En þangað til gleðin tekur völdin; nokkrar blaðsíður bíða eftir að vera skrifaðar.
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Gleði í Uppsölum
9 blaðsíður komnar, 31 eftir!
Dreif mig loksins til að gera eitthvað í dag, eftir afar langa afslöppunarhelgi. Fór á Dag Hammarskjöld bókasafnið strax við opnun klukkan 10. Ég entist þar til hálf 8 sem verður að teljast afar gott svona miðað við aldur og fyrri störf. Tók mér reyndar langan hádegismat, en ég og Alena (USA) nýttum okkur hið nýfengna vorveður sem hefur glatt okkur síðustu daga, og fórum í Ica og versluðum nesti. Fórum svo að ánni sem gengur í gegnum miðbæinn og sátum þar og slúðruðum og átum smårgås (smurt brauð). Af hverju er lífið svona miklu auðveldara og skemmtilegra þegar veðrið er gott? Fannst heldur ekkert svo erfitt að einbeita mér við lestur því mér fannst lífið bara almennt gott og ritgerðin mín ekki jafn hræðilega misheppnuð og mér finnst venjulega. Enduðum svo góðan og afkastamikinn dag og fórum nokkur á Uplands nation og fengum okkur eina kollu hvort til að verðlauna okkur.
= Góður dagur!
Dreif mig loksins til að gera eitthvað í dag, eftir afar langa afslöppunarhelgi. Fór á Dag Hammarskjöld bókasafnið strax við opnun klukkan 10. Ég entist þar til hálf 8 sem verður að teljast afar gott svona miðað við aldur og fyrri störf. Tók mér reyndar langan hádegismat, en ég og Alena (USA) nýttum okkur hið nýfengna vorveður sem hefur glatt okkur síðustu daga, og fórum í Ica og versluðum nesti. Fórum svo að ánni sem gengur í gegnum miðbæinn og sátum þar og slúðruðum og átum smårgås (smurt brauð). Af hverju er lífið svona miklu auðveldara og skemmtilegra þegar veðrið er gott? Fannst heldur ekkert svo erfitt að einbeita mér við lestur því mér fannst lífið bara almennt gott og ritgerðin mín ekki jafn hræðilega misheppnuð og mér finnst venjulega. Enduðum svo góðan og afkastamikinn dag og fórum nokkur á Uplands nation og fengum okkur eina kollu hvort til að verðlauna okkur.
= Góður dagur!
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Rauði kjóllinn!
Helgin góða
Hér má sjá nokkrar myndir af ferðinni til Helsinki. Lögðum í hann frá Uppsala klukkan 2 á laugardeginum og fórum til Stokkhólms þar sem skipið beið okkar. Annað eins skip hef ég varla séð, leit fremur út sem verslunarmiðstöð að innan en skip. Þar sem veðrið var upp á sitt besta eyddum við fyrstu klukkutímunum úti að dekki þar sem við sigldum út sænska skerjagarðinn. Held að allir hafi verið jafn ofurhamingusamir og ég, þetta var ólýsanlega gaman og allt svo fallegt og ekki var áfenginu um að kenna/þakka þar sem einungis kaffidrykkir höfðu verið innbyrgðir á þessari stundu. Þegar sólin fór að lækka héldum við í káetuna okkar, sem var mjög flott, höfðum að einhverjum ástæðum verið færðar til í betri káetu, þannig að þetta var mjög fansý. Þar drukkum við duty free rauðvín áður en við fórum á skemmtistaðina um borð. Stærsti staðurinn lítur pínu út eins og maður sér í bíómyndum frá Las Vegas, borð á pöllum/svölum umhverfis stórt svið í miðjunni. Þar var hljómsveit sem spilaði gamla slagara og svo mætti Elvis sjálfur í hvíta gallanum og tók nokkur lög. Svo var þarna fimleika og danssýning. Sem sé heljarinnar sjóv. Áhugavert var hins vegar að sjá hvað um borð voru örugglega 70% yfir 50, þannig að ekki var maður mikið í því að hitta unga, huggulega sveina. Komum svo til Helsinki um 10 leytið um morguninn. Þar var sól og blíða og löbbuðum við á kaffihús í miðbænum og fengum okkur staðgóðan morgunverð. Tókum okkur góðan tíma þar og röltum svo um borgina og fórum svo á kaffihús sem er á 12 hæð, á svölum, þannig að hægt var að sjá yfir mestalla borgina. Haldið var svo frá bryggju klukkan 5. Að þessu sinni var lítið um gamlingja um borð en þeim mun meira af unglingum. Okkur leið eins og við værum komin í grunnskóla aftur þar sem alls staðar mátti sjá ungmenni að sumbli. Ég var svo spurð um skilríki á einum barnum, afar merkilegt þar sem ég var umkringd 15 ára liði, hefði nú átt að greina einhvern mun á milli mín og þeirra. Alltaf gaman þó að vera unglegur. Áttum svo gott kvöld við dans, en hljómsveit hússins var samansett af nokkrum huggulegum piltum á réttum aldri (ekki gamalmenni og ekki börn). Einn Lüchinger bróðirinn tók svo lagið með bandinu við mikinn fögnuð. Komum svo að bryggju í Stokkhólmi næsta morgun þar sem við fengum okkur morgunmat og dúfa skeit á hausinn á Gabriel. Vá hvað það var fyndið! Yndisleg ferð í alla staði en nú er alvaran tekin við og skrif á mastersritgerð bíða mín. Jibbí
P.S. Ástæða þess að allar myndirnar sem ég set hérna inn eru alltaf af mér, er sú að Aysu og Martina sem senda mér myndir halda greinilega að ég vilji bara eiga myndir af mér, og senda þ.a.l. bara myndir til mín þar sem ég er líka á. Bara svona til að fólk haldi ekki að mér finnist ég svona sæt...
laugardagur, apríl 22, 2006
the day after
Hér má sjá yngsta Lüchinger bróðurinn. Stóð sig vel sem vínspekulant. Það verður þó að viðurkennast að eitthvað fór siðfágunin fyrir lítið þegar leið á kvöldið og smakkaðar höfðu verið nokkrar flöskur. Gat svo gefið smakk á gyn og tónik sem ég lumaði á og bauð Lüchingar bræðrunum upp á. En guð minn almáttugur hvað hægt er að velta sér mikið upp úr vínum, hvernig skal þefa, hvernig drekka og hvernig hreyfa á glasið. En engu að síður skemmtilegt!
Annars liggur leiðin til Helsinki í dag. Er að fara þangað með margumtöluðum Lüchingarbræðrum og nokkrum stúlkukindum úr bekknum. Þetta er mín fyrsta Finnlandsferð svo ég er nokkuð spennt. Reyndar er heilsan (lesist timburmenn) ekki alveg upp á sitt besta svo tilhugsunin um að eyða hálfum sólarhring á skipi er ekki mjög upplífgandi.
Góða helgi annars allir saman!
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gleðilegt sumar
Gleymdi auðvitað því mikilvægasta, að óska ykkur öllum gleðilegs sumars! Svíarnir halda ekkert sérstaklega upp á þennan dag svo hér var allt eins og alla aðra daga. Það komu reyndar nokkrar snjóflygsur úr lofti í morgunsárið þannig að þetta var næstum rétt eins og íslenskur sumardagurinn fyrsti...
Hálfnað verk þá hafið er...
Kannski ekki alveg hálfnað en alla vega 2 blaðsíður búnar, 38 eftir! Erum sem sé að tala um meistararitgerðina sjálfa. Var búin að setja mér fyrir að skrifa 3 blaðsíður í dag og 2 á morgun, svona til að hafa góða samvisku þegar ég skelli mér í rauða kjólinn annað kvöld og dreypi á dýrindis vínum fram á nótt! Það er sem sagt ekkert sjónvarp fyrir mig í kvöld sem er erfitt skal ég segja ykkur þar sem sjónvarpið stendur hér við hliðina á mér og mænir á mig í þeirri von að á það verði horft. Held það sé athyglissjúkt! Gæða sjónvarpsefni eins og hinn sænski Big Brother fer sem sé fram hjá mér þetta kvöldið. Aldrei að vita nema ég missi af æsispennandi kynlífssenu eða jafnvel að einhver pissi á gólfið. Þessir Svíar (og örfáir Normenn) sem taka þátt hafa engin takmörk fyrir hvað þeir gera í sjónvarpi. Allnokkrar samfarasenur hafa verið sýndar og fólk hleypur um hálfnakið í tíma og ótíma slefandi upp í hvað sem á vegi þeirra verður. Vissi ekki að til væru svona mikið af subbulegu hvítu hyski í landi Emils í Kattholti og Línu langsokks. Þau hafa gjörsamlega rústað hinni fallegu ímynd minni af sænskum, heilbrigðum, hamingjusömum ungmennum, þau eru alveg jafn kexrugluð og ungmenni í öðrum löndum, ef ekki verri. Hver hefði trúað þessu. En hér er sýnishorn af eftirlætis sonum og dætrum Skandinavíu, sjaldan hefur jafn mikið af sílikoni, hárlengingingum og aflitun verið samankomið!
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Heimkoma
Þá eru heimferðarmál komin á hreint. Kem heim 16. júní og fer aftur út 26. Ekki langt stopp, veit að þetta er allt of stutt og mun líklega kveðja land með tár í augum. Reyndar geri ég það í hvert sinn hvort sem ég er búin að vera í 4 vikur eða eina. Ég er samt mjög sátt við þá ákvörðun mína að vera hér í sumar, finn það núna þegar vorið er að koma á harðarspretti að það verður gott að vera hér í sumar.
Annars átti ég nokkuð góðan dag á bókasafninu við lestur raunsæiskenninga og annars skemmtilegs. Gerði þó stutta pásu og skrapp í H&M og keypti mér rauðdoppóttan sumarkjól. Þegar ég fór inn í búðina, var það bara til að skoða, en þar sem ég er verslunarfíkill gat ég ekki hamið mig. Ætli maður skelli sér ekki í gripinn á föstudaginn þegar Luchingerbræðurnir (bræður Gabriel frá Sviss sem eru í heimsókn) verða með vínsmökkun hér í Lilla Sunnersta. Maður verður nú að vera elegant fyrir svo siðfágaða samkomu!
Annars átti ég nokkuð góðan dag á bókasafninu við lestur raunsæiskenninga og annars skemmtilegs. Gerði þó stutta pásu og skrapp í H&M og keypti mér rauðdoppóttan sumarkjól. Þegar ég fór inn í búðina, var það bara til að skoða, en þar sem ég er verslunarfíkill gat ég ekki hamið mig. Ætli maður skelli sér ekki í gripinn á föstudaginn þegar Luchingerbræðurnir (bræður Gabriel frá Sviss sem eru í heimsókn) verða með vínsmökkun hér í Lilla Sunnersta. Maður verður nú að vera elegant fyrir svo siðfágaða samkomu!
mánudagur, apríl 17, 2006
Gleðilega páska
Var að koma heim úr páskabrunch. Það er víst siður í Tékklandi að halda sérstaklega upp á annan í páskum. Hittumst nokkur heima hjá Tékkanum Martinu og allir komu með eitthvað með sér. Þar sem allt er lokað í dag komu flestir með bakkelsi úr lestarstöðvarsjoppunni. En þetta var afar huggulegt og kom í staðinn fyrir hina hefðbundnu páska sem maður er vanur í faðmi fjölskyldunnar borðandi páskaegg og lambasteik.
Á laugardagskvöldið fórum við svo á tjúttið sem var afar vel heppnað og allir sérlega hressir. Vorið er loksins komið og taka því fagnandi eftir frostaveturinn mikla sem við höfum upplifað hér. Loksins gat ég notað opnu hælaskóna mína og farið út án trefils og vettlinga. Reyndar voru allir afar "impressed" (íslenskan hefur ekkert gott orð fyrir þetta) að ég væri á tánum og í þunnum jakka. Þau hefðu bara átt að sjá mig á mínum yngri árum í mínipilsi og sandölum í frosti og snjó. Reyndar notaði ég þessa opnu skó mína í febrúar hér þegar það var snjór, en var í sokkum, og ein stelpan sem er frá Kirgistan, hefur sagt öllum vinum sínum frá því. Frá þessari skrítnu íslensku stelpu sem kann ekki að klæða sig eftir veðri. En hversu skemmtilegt er að vera í kuldaskóm og dúnúlpu í hvert skipti sem maður skellir sér á barinn?
laugardagur, apríl 15, 2006
Lærdómsblogg II
Enn heldur námsefnið áfram að skemmta mér! Er að lesa um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjana (sem nú er lokið, jibbí!) og er áhugavert að lesa um hversu annt stjórnvöldum var um að halda hinum íslenska kynstofni ómenguðum, og þá auðvitað skjannahvítum. Stjórnvöld í Reykjavík héldu í kröfur sínar að allt starfsfólk hersins væri hvítt en veittu þó leyfi fyrir 3-4 "lituðum" starfsmönnum en þá var jafnfram tekið fram að þeir ættu að vera "carefully selected" fjölskyldumenn. Hins vegar neituðu íslensk stjórnvöld að kannast við þessar kröfur sínar þegar málið varð opinbert í Bandaríkjunum. Verð bara að segja, þvílík fífl sem ráðamenn þessa lands hafa verið (svo sem lítið skárri í dag). Finnst þetta samt frekar grátbroslegt, að krefjast einhvers og neita svo að kannast við það. Bjánar!
...hann á afmæli í dag...
Í dag er laugardagur. Í dag vaknaði ég klukkan 7. Ástæðan...Tobias á afmæli og við undirbjuggum smá óvæntan afmælisvakning. Keit og Angela bökuðu afmælisköku, ég kom með kaffið og svo skunduðum við að herbergi Tobiasar með kökuna með logandi kertum og dingluðum grimmt þar til hann kom til dyra og sungum afmælissönginn. Vorum mest hrædd um að hann kæmi hálfsofandi til dyra, nakinn, það hefði verið vandræðalegt. En hann var sómasamlega til fara með stírur í augunum. Er hálf fegin samt að ég er búin að eiga afmæli, væri ekkert svo til í að þurfa að fara til dyra nývöknuð, það væri ekki fögur sjón. Finnst þetta samt sýna vel hvað allir eru miklir og góðir vinir hér (ég veit, væmið). Hér eru líka allir fjölskyldulausir, og því erum við ein stór fjölskylda sem búum hér í Lilla Sunnersta. Ekki skrítið að maður sé farinn að kvíða fyrir að kveðja þetta lið.
Á myndinni hér fyrir neðan; Tony, Tejal, Tobias (afmælisbarnið), ég, Choeng og Angela. Ferskleikinn uppmálaður!
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Réttlæting
...Búin að finna réttlætingu á súkkulaðiátinu. Fæ hvort eð er ekkert páskaegg svo þetta kvartkíló kom bara í staðinn... Líður strax betur!
P.S. Skil ekki af hverju þessi texti er undirstrikaður
Choklad
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Snorri, Leibbi og co
Ég stóð við hin stóru orð gærdagsins og byrjaði daginn í dag með því að hjóla á bókasafnið árla morguns og sitja þar bróðurpartinn úr deginum. Skemmti mér alveg hreint ágætlega við lestur á sambandi Íslands og Noregs í þorskastríðunum sem og við Bretland. Ótrúlegt hvað þetta var mikið hitamál og þvílíkar yfirlýsingar sem voru gefnar á báða bóga. Verð þó að vitna hér í inngang bókarinnar sem mér þótti ansi skondinn og bera merki um hvað Íslendingar geta verið eitthvað uppteknir af sjálfum sér
In 1965 an Icelandic university student openly charged Norwegian academics and politicians with systematic and blatant "theft" by claiming that famous Icelandic men from the age of the Vikings and the Sagas were in fact Norwegian. In the way, the charge went, the ruthless Norwegian tried to deprive Icelanders of their glorious past and make it their own. In Reykjavík, Norwegian diplomats were amused for a while but had almost forgotten the accusations when the Icelandic forreign minestry firmly asked for Norway's official position in the case
Ég veit manni getur hitnað í hamsi þegar norsararnir eru að eigna sér Snorra Sturluson og Leif Eiríksson (sem by the way var Grænlendingur) en kommon fólk!!! Leggja fram kæru og vilja opinbera afstöðu til málsins. En það er engu að síður skemmtilegt og ágætis tilbreyting að geta glottað út í annað við lestur skólabóka, vona að svo verði áfram þó að ég efist reyndar stórlega.
In 1965 an Icelandic university student openly charged Norwegian academics and politicians with systematic and blatant "theft" by claiming that famous Icelandic men from the age of the Vikings and the Sagas were in fact Norwegian. In the way, the charge went, the ruthless Norwegian tried to deprive Icelanders of their glorious past and make it their own. In Reykjavík, Norwegian diplomats were amused for a while but had almost forgotten the accusations when the Icelandic forreign minestry firmly asked for Norway's official position in the case
Ég veit manni getur hitnað í hamsi þegar norsararnir eru að eigna sér Snorra Sturluson og Leif Eiríksson (sem by the way var Grænlendingur) en kommon fólk!!! Leggja fram kæru og vilja opinbera afstöðu til málsins. En það er engu að síður skemmtilegt og ágætis tilbreyting að geta glottað út í annað við lestur skólabóka, vona að svo verði áfram þó að ég efist reyndar stórlega.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Á morgun segir sá ....
Loksins eru vorvindarnir (þó reyndar sé hér aldrei vindur) farnir að leika við okkur hér í Svíþjóð. Notaði tækifærið þar sem sólin skein og skellti mér til Stokkhólms. Þrátt fyrir að það taki aðeins rúman hálftíma með lest að fara þangað héðan hef ég eiginlega ekkert nýtt mér höfuðborgina sem slíka. Er farin að hlakka til að flytja þangað í haust, þó það taki e.t.v. smá tíma að koma sér í stórborgarfílinginn. Er orðin svo vön rólegheitunum í Uppsölum að stressið í Stokkhólmi getur tekið aðeins á taugarnar. Allt of mikið af fólki, bílum, hávaða.
Reyndar fór ég ekki bara til Stokkhólms til að njóta veðurblíðunar, meira til að ná mér í bækur fyrir mastersritgerðina. Hef einnig neyðst til að níðast á fjölskyldumeðlimum til að ná mér í bækur og fá þær sendar frá Akureyri. Merkilegt hvað ég er dugleg að finna bækur en léleg að lesa þær. Það er einhvern vegin svo miklu léttara en að gera eitthvað í alvörunni. En á morgun, á morgun mun ég byrja af alvöru...
Íslensk æska
Síðan ég flutti hingað til Uppsala hef ég aðeins einu sinni heyrt íslensku á götu úti, reyndar í súpermarkaðnum Willies. Í dag hins vegar heyrði ég hana í annað sinn. Ég var að labba með i-podinn minn eins og venjulega (sem gæti verið ástæðan fyrir að ég heyri ekki neina íslensku) og tek þá eftir fjölskyldu sem stendur við hlið mér að bíða eftir grænum kalli. Mamman er í einhvers konar afbrigði íslenskrar lopapeysu en það sem varð hins vegar til þess að ég slökkti á i-podinum til að athuga hvort grunur minn að um Íslendinga væri að ræða var útlit unglinsstúlkunnar. Stúlkan var fyrirmyndardæmi um þann húðlit sem virðist einkenna ungt fólk nú til dags á Íslandi. Þessi appelsínuguli litur er sem einkennislitur íslenskrar æsku, sérstaklega, eins og í þessu tilfelli, aflitað hár og skringilega plokkaðar, kolsvartar augabrúnir. Þykir þetta smart ég bara spyr!!!!
laugardagur, apríl 08, 2006
Allra þjóða kvikyndi
Mynd frá Negotiation deginum. Frá hægri; Hannah frá Bretlandi (fulltrúi hersins), Aysu frá Finnlandi (fulltrúi uppreisnarmanna), Martina frá Tékklandi (fulltrúi Bandaríkjana), Keit frá Eistlandi (líka USA), ég sjálf, Rieneke frá Hollandi (fulltrúi uppreisnarmanna), Tony frá Ástralíu (fulltrúi Maya), Xue Bai frá Kína (fulltrúi S.Þ) og Christian frá Bretlandi (fulltrúi hersins). Eins og sjá má var mismikill metnaður lagður í búningana, held að Tony hafi haft vinninginn en sem viðbót við góðan búning buðu Mayarnir upp á Nachos, e.t.v. í þeirri veiku von að fá betri samninga. Gott múv það! En eins og sjá má er þetta afar misleitur hópur sem myndar bekkinn minn. Allt saman hið besta fólk og erum við að ná háu stigi í tilfinninganæmninni þar sem aðeins 2 mánuðir eru eftir af veru okkar hér. Skrítið til þess að hugsa að fæst af þessu fólki mun maður hitta aftur. Sorglegt.
föstudagur, apríl 07, 2006
MA í berjamó!
Jeij!!! MA vann Gettu betur. Sem gamall MAingur gladdi þetta mitt litla hjarta. Aldrei gat liðið unnið þegar ég var í skólanum, unnu þó Morfís svo það kom kannski í staðinn. Hlýtur að vera gaman að vera MAingur í dag þó e.t.v. fari monntið í taugarnar í einhverjum og Hesta-Jói getur verið pirrandi til lengdar. Piltarnir í liðinu munu þó verða eftir þetta þekktir sem Gettu Betur strákarnir. Síðast þegar MA vann þetta, held ég 1991 eða 2 þá hlaut liðið heimsfrægð á Akureyri og enn þann dag í dag veit ég hverjir þetta eru. Einn þeirra vann sem læknir á FSA eitt sumarið þegar ég vann sem ritari og fannst frekar svalt að vera að skrifa sjúkraskýrslur eftir Pálma í Gettu Betur. Þessi keppni var afar ofarlega í huga okkar Akureyringa þessi tvo ár sem "við" unnum því ég minnist þess sérstaklega þegar við Barnskælingar settum upp leikrit um keppnina og Sólrún fór á kostum sem Ragnheiður dómari og spurningasmiður. Ég fór með hlutverk stigavarðar og fór vafalaust með leiksigur í því krefjandi hlutverki.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Negotation day
Hér erum við Aysu eftir erfiðan samningaviðræðnadag. Ég, ráðherra innanríkismála og Aysu, fulltrúi uppreisnarmanna. Þetta var annars fínasti dagur, vorum frá klukkan 10 um morguninn þar til að verða 5. Ef ég hafði einhvern tíma hug á að fara út í stjórnmál þá held ég að sá áhugi hafi dáið í dag. Það er erfitt að sætta ólík sjónarhorn þó að kröfur Maya um aukin mannréttindi og banna hernum að beita ofbeldi sé kannski ekki alveg það sama og að karpa um byggðamál og kvótakerfi. En með hjálp Sameinuðu þjóðanna náðum við loks samkomulagi og samningar voru undirritaðir. Held þó að þar sem við vorum orðin þreytt og vildum komast heim hafi fremur ráðið undirritun en að allir hafi verið sáttir við sinn hlut. Aldrei að vita nema blóðug átök muni brjótast út í sýndarveruleikanum okkar innan skamms.
Herre gud!
Ætlar þetta engan endi að taka! Það snjóar eins og það séu jólin hérna núna. Þetta er orðið gott núna, ég vil vor...
mánudagur, apríl 03, 2006
Í nógu að snúast...
Ýmislegt í gangi þessa dagana, veit eiginlega ekkert í hvern fótinn ég á að stíga. Er búin að vera að rembast við að klára ritgerð fyrir International Negotiations kúrsinn sem ég á að skila á fimmtudaginn og á sama tíma verið að reyna að finna almennilegan kenningagrunn fyrir mastersritgerðina. Á morgun er svo svokallaður "Negotiation day" en þetta er einhvers konar samningaviðræðnahermir, þar sem allir í bekknum hafa ákveðið hlutverk í samningaviðræðum. Guatemala er viðfangsefnið, eigum sem sé að reyna að leysa deilurnar milli mismunandi hópa þar. Ég og Tobias (sænski tennisleikarasjarmörinn) erum fulltrúar ríkisstjórnarinnar. Erum búin að skrifa yfirlýsingu og reyna að undirbúa hverju við ætlum að koma fram og hvað við erum reiðubúin að gefa eftir o.s.frv. Þessi dagur á víst að taka meira og minna allan daginn, veit ekki alveg hvað við eigum að tala um allan þennan tíma, vona bara að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sjái um þetta og leysi deiluna. En þetta verður eflaust ágætt, allir ætla að klæða sig upp eftir því hvaða hóp þeir standa fyrir. Sem fulltrúi stjórnvalda væri líklega best að klæða sig í jakkaföt og setja á sig yfirvaraskegg þar sem ég býst við að konur hafi ekki mikið haft að segja í þessum efnum fremur en flestum öðrum. En þar sem maður er ekki orðinn það mikill plebbi bý ég ekki yfir slíkum fatakosti svo eitthvað annað verður fyrir valinu.
Fékk svo boð um viðtal vegna lærlingsstöðu sem ég sótti um hjá Utanríkisráðuneytinu. Þar sem ég hef hvorki efni né tíma til að fara til Íslands sérstaklega fyrir þetta, auk þess sem líkurnar á að ég fái djobbið eru hverfandi, hef ég fengið samþykki á símaviðtal. Gjörningurinn mun fara fram næsta mánudag! Ég hef aldrei farið í svona formlegt atvinnuviðtal þannig að ég ætla mér að reyna að fá þjálfun hjá Aysu vinkonu minni, sem er alvön slíku. Þarf að láta benda mér á hvað ég er frábær og ómissandi, erfitt að koma upp með slíkt sjálfur...
Er annars bara í nokkuð góðu stuði svona miðað við hvað ég ætti að vera að fara á taugum vegna alls þessa. Engar áhyggjur þó, þið megið vafalaust eiga von á einhverjum taugaveiklunarpóstum innan skams.
Tútilú
Fékk svo boð um viðtal vegna lærlingsstöðu sem ég sótti um hjá Utanríkisráðuneytinu. Þar sem ég hef hvorki efni né tíma til að fara til Íslands sérstaklega fyrir þetta, auk þess sem líkurnar á að ég fái djobbið eru hverfandi, hef ég fengið samþykki á símaviðtal. Gjörningurinn mun fara fram næsta mánudag! Ég hef aldrei farið í svona formlegt atvinnuviðtal þannig að ég ætla mér að reyna að fá þjálfun hjá Aysu vinkonu minni, sem er alvön slíku. Þarf að láta benda mér á hvað ég er frábær og ómissandi, erfitt að koma upp með slíkt sjálfur...
Er annars bara í nokkuð góðu stuði svona miðað við hvað ég ætti að vera að fara á taugum vegna alls þessa. Engar áhyggjur þó, þið megið vafalaust eiga von á einhverjum taugaveiklunarpóstum innan skams.
Tútilú
laugardagur, apríl 01, 2006
Hraðatakmarkanir
Hraðatakmarkanir settar á sænska reiðhjólamenn
Ætli þeir hafi séð til mín þegar ég spýtist eins og elding í skólann og áttað sig á að ekki væri gæfulegt ef gamalmenni eða krakki yrði á vappinu nálægt mér??? Er það bara tilviljun að slíkar reglur séu settar akkurat þegar ég bý í Svíþjóð eða.....Maður spyr sig!Sól og blíða
Fékk myndavélina hennar Keit hinnar eistnesku lánaða í dag og smellti af nokkrum myndum svo þið fáið smá mynd af hvernig ég bý hérna í Uppsölum. Eins og margir vita er ég ekki sú flinkasta þegar kemur að tækni (Egill litli ætti sérstaklega að vera meðvitaður um þetta) þannig að myndirnar birtust afar skringilega á blogginu, allt öðruvísi en ég setti þær upp en held að það þjóni þó sama hlutverki. Fyrir þá sem eru álíka illa að sér í tækni og ég þá er vert að benda á að hægt er að stækka myndirnar með því að ýta á þær.
Við Keit vorum úti í "sólbaði" áðan og kisinn í hverfinu vildi ólmur vera með. Langar mikið í lítinn sætan kött núna, kannski ég steli bara þessum...
Myndatími II
Þetta er sem sé húsið mitt. Tekið í dag.
Þarna sef ég, var alltaf að hugsa um fyrstu næturnar að skápurinn fyrir ofan rúmið myndi detta ofan á mig. Er komin yfir þá hræðslu nú og sef áhyggjulausum svefni!
Þarna býr sem sé fröken Jónasdóttir
Útsýnið út um gluggann minn, getur verið mjög truflandi þegar hugurinn á að vera við lærdóm, því það getur verið spennandi að fylgjast með ferðum bekkjarfélagana, en við erum 9 sem búum í þessari þyrpingu.
Baðherbergið mitt og svo húsið mitt. Glugginn minn er sá á efri hæðinni, sá sem er heill lengst til hægri.
Þarna sef ég, var alltaf að hugsa um fyrstu næturnar að skápurinn fyrir ofan rúmið myndi detta ofan á mig. Er komin yfir þá hræðslu nú og sef áhyggjulausum svefni!
Þarna býr sem sé fröken Jónasdóttir
Útsýnið út um gluggann minn, getur verið mjög truflandi þegar hugurinn á að vera við lærdóm, því það getur verið spennandi að fylgjast með ferðum bekkjarfélagana, en við erum 9 sem búum í þessari þyrpingu.
Baðherbergið mitt og svo húsið mitt. Glugginn minn er sá á efri hæðinni, sá sem er heill lengst til hægri.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)