mánudagur, september 18, 2006

Var að horfa á sjónvarpsfréttir RUV. Heyrði þar agalegar fréttir. Framtíðarkirkjugarður Akureyrar verður í Þorpinu. Fyrr skal ég dauð liggja en enda sem Þorpari...sem líklega verður þó raunin

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já varst ekki búinn að heyra þetta.ég ætla að vera á milli mömmu og pabba já eða drífa mig yfir innan 15 ára.mér skilst að það sé pláss í cirka 15ár þarna á höfðanum.ég myndi ganga aftur og ergja mann og annan ef ég færi í þorpið.þetta er nú ein vitleysan sem er að ganga yfir allt og alla hér á landinu góða.nei það varð að byggja þarna hús svo fólk gæti nú keypt nýtt og svo situr hellingur af fólki uppi með 2 húseignir.púha.ég veit þetta er tuð.við þurfum nú eiginlega að fara að hittast.það er svo margt sem við getum spjallað um já og hneyklast.en ein frétt.og ekki lítil.litla fjölskildan í danmörku stefnir á að koma um jólin.DÁSAMLEGT:

Nafnlaus sagði...

Eg var ad sjá tetta ádan um kirkjugardinn og er tví ákvedn ad láta brenna mig og fara í litla sæta leirkrukku,,frekar en ad fara í torpid,En hvenig væri ad flytja alla torpara á heimaslódir,tadætti ekki ad vera mikid mál, td,eru Danir ad grafa upp med mikilli vidhøfn á laugardag kejserinde Dagmar 78 árum eftir ad hún dó,svo ad hún geti hvilst í sínu heitelskada Rúslandi.........

Anna Þorbjörg sagði...

Þetta er greinilega hitamál innan fjölskyldunnar, verður tekið fyrir við næsta fjölskyldufund...

Nafnlaus sagði...

Iss þorpið er ágætt!!! ;) eða meira svona vont en það venst ;)

Nafnlaus sagði...

Agla svikari, hvad er thetta optimistahjal? Sleeping on the enemy ha? Thu!
P.S Hæ Anna panna. Hvenar get eg komid i heimsokn og rætt after death complications? Knus Sigga f.fri

Nafnlaus sagði...

Já Sigga ég er sannarlega ekki sami nöldrarinn og þessar gömlu hérna fyrir ofan mig ;) (úbbs)......en annars þá er þetta að verða ein alsherjar fjölskyldusíða sýnist mér ;)

Nafnlaus sagði...

.....svo Anna þú sérð það að þú verður að vera dugleg að blogga svo okkur netvædda kvenpeningnum í fjölskyldunni leiðist ekki ;)