miðvikudagur, september 13, 2006

Heja Norge!

Fékk bréf frá Þórhildi í gær þar sem hún spurði mig hvort mig langaði ekki til Oslo um helgina. Held hún hafi nú ekki búist við því að eitthvað myndi verða úr því en ég ákvað að athuga málið. Hringdi því í 19 ára systur mína og sló lán (já, það er þröngt í búi!) og pantaði flug á föstudaginn eftir vinnu. Þetta verður ekki langt stopp þar sem ég flýg aftur "heim" til Stokkhólms á sunnudaginn. En engu að síður alltaf gaman að skella sér til Noregs. Vona bara að Þórhildur blessunin hafi í alvöru verið að meina að hún vildi fá mig...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góda ferd og passadu tig á norsurunm,tad er nóg ad hafa einn í ættina Øjjjjajjjja

Nafnlaus sagði...

ja mað fullri virðingu fyrir elskunni honum eyfa þá er ég sammála maju.en svíi eða finni.það kemur vel til greina.hafa þetta svolítið skrautlegt í jólaboðunum.en annars flott hjá þér að skella þér.gott að eiga systur sem maður getur slegið um lán.mínar systur geta sjálfsagt aldrei stært sig af því að geta slegið litlu systur sína.ætli það sé ekki frekar á hinn veginn haha.var í mat hjá austurbyggðarfólkinu um daginn.fékk þessar fínu pizzu sem systkinin bjuggu til og drakk kók úr sama hellinu.(kannastu við það).farðu svo að fá þér almennilegt mail svo ég geti kæft þig í myndum af krúsimúsinni minni.knús og farvel.

Anna Þorbjörg sagði...

Engar áhyggjur systur, kom frá Noregi án þess að hafa svo mikið sem yrt á Norskan pilt (f. utan kærasta Þórhildar auðvitað). Skal vinna í því að finna Svía eða Finna til að hressa upp á jólaboðin.
Já, Eygló, kannast sko við sama hellið, allt verður vitlaust ef maður notar það ekki...
Lofa að fá mér bráðum nýtt netfang