laugardagur, september 23, 2006

Sumar í september

Oft kemur það fyrir að ég sakna Íslands skelfilega. Í dag er ekki einn af þessum dögum. Í dag er búið að vera yfir 20 stiga hiti og sól, svona eins og heitustu hásumarsdagarnir á Íslandi verða bestir. Labbaði því á hlírabol í bæinn með sólgleraugu og var haustið langt því frá að vera í huga mínum.
Annars átti sér hræðilegur atburður stað rétt fyrir utan íbúðina okkar um hádegið. Manneskja varð undir lestinni sem stoppar hérna á Thorhildsplan. Vitum svo sem ekki hvað átti sér stað en sáum alla vega þegar látinni mannveru var komið fyrir í sjúkrabíl.
Sem sé, ekki allt gott á þessum annars fína septemberdegi.
Vona að allir eigi góða helgi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við hérna á Íslandi söknum þín líka. Við Bobbi vorum í heimsókn hjá Deidei í morgun og Elma og pabbi þinn komu þangað. Svo þegar þau voru farin sagði Bobbi ,,ég langa hitta Önnu núna" :) hehe svona er hann sniðugur guttinn ;)

Anna Þorbjörg sagði...

mig langar líka að hitta Jobba minn :) og alla hina auðvitað líka!