sunnudagur, september 10, 2006

Sunnudagskvöld

Tónleikarnir í gærkvöldi í Kungsträdgården voru alveg hreint stórskemmtilegir. Sá m.a. Önnu Ternheim (sem þökk sé Kristrúnu ég komst í kynni við og er að fara á tónleika bara með henni í lok október) og sjúklega sætu strákana í Mando Diao. Held að við höfum verið aldursforsetar þar sem allt var krökkt af unglingum með litað svart hár, í þröngum gallabuxum og Converse skóm. Var búin að gleyma hvað mér þykja unglingar einstaklega leiðinlegur þjóðflokkur.
Læt svo fylgja með mynd af herberginu mínu fína. Allan húsbúnað sem sést á myndinni má nálgast í IKEA nema að sjálfsögðu hann Jobba minn sem er einstakur og ekki nein IKEA fjöldaframleiðsla og að vitaskuld ei falur.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

anna mín.mannstu eftir unglingatjaldinu.það er nú ekki langt síðan.en annars er ég alveg sammála.við vinkonurnar vorum líka á tónleikum í gær.fórum í laxárvirkjun að hlusta á kvennakór RKV og friðrik ómar.þaðan fórum við á bar á húsavík og þar var allt morandi í unglingum.en var bara býsna gaman.ég var að gera eina tilraun til að senda þér myndir núna.takk fyrir afmæliskveðjuna.knús og farvel

Anna Þorbjörg sagði...

...engar myndir enn...

Nafnlaus sagði...

Tad er best ad ég sendi rér myndir,fyrst Eygló gamla er svo ílla tæknisinnud............
ps.Eg á líka IKEA kommodu í mínu svefnherbergi..Tad tók Eygló og Jan 8 kl,tíma ad smída hana saman.

Nafnlaus sagði...

Var ad senda.Tarftu ekki ad losa tig vid eithvad úr inpakkanum hjá tér .Tad kemur ad tad er ekki pláss fyrir tetta Email???????????Eda er ég bara eins mikill klaufi og Eyglí gamla???????

Nafnlaus sagði...

hadi...goda skemmtun a tonleikunum..for a mando diao i n.y...svaka stud og ekki skemmir utlit medlima fyrir..habby

Nafnlaus sagði...

Jobbi er alltaf saetastur. Skolinn buinn i dag og eg a leid i baeinn ad kikja i budir. Alltaf sami runtur hja mer. For i goda ferd 'a laugardag med Konny og fleirum fra skolanum. Gengum mikid og thetta var mjog gaman. Hafdu thad gott. Hotmailid mitt er ekki nothaeft. Get ekki opnad thad.

Nafnlaus sagði...

já bölvaður innpakkinn!! ;)