

Sá ýmislegt áhugavert í borginni eins og sýningu Ólafs Elíassonar og sýningu Damien Hirst. Sýning Ólafs var nú öllu auðveldari að melta heldur en hin. Sýning Damiens er af kvígu og kálf sem eru í formalíni en skrokkarnir hafa verið sagaðir í tvennt svo hægt er að skoða innyflin (kannski rétt að benda á að þau eru sko dáin!) Ég sem hélt ég þoldi allt er búin að vera að hugsa ótrúlega mikið um þetta og gat ekki einu sinni borðað pylsuna sem ég keypti á flugvellinum í gær því ég ímyndaði mér innyflin og kjötið á formalínsnautgripunum. Og ég sem þoli ekki kjötpempíur...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli