Var rétt í þessu að koma frá Uppsala en ég fór þangað strax eftir vinnu í gær og fór heim til Martinu. Fórum síðan á Värmlandsnation þar sem maður fékk smá nostalgíukast yfir liðnum vetri þegar við öll vorum saman á þessum sama stað (sem kallaður er The meat market af e-m ástæðum)
Við hittum svo strák frá Slóvakíu sem Martina kannaðist við sem var ansi hress. Vinur hans frá Bandaríkjunum kom síðan seinna en Martina var búin að segja að hann væri einmitt svona mín týpa. Var því ágætlega spennt að hitta hann. Hann mætti svo á staðinn og var það fullkomlega ljóst frá fyrstu mínútu að ég var ekki hans týpa þar sem ég er tja stelpa. Alltaf gaman þegar reynt er að koma manni saman við samkynhneigða, ákveðin áskorun fólgin í því. En hann var alla vega hressasti piltur og var komin í hörku samræður við einhvern finnskan strák sem var víst meira svona hans týpa, þ.e. rétt kyntýpa.
Sem sé skemmtilegt kvöld í Uppsala og þykir mér ekki ólíklegt að slíkt verði leikið aftur eftir síðar. Þó maður búi í stórborg er ekki þar sem sagt að maður skelli sér ekki í "smábæina" til að ná sér í skemmtun.
Í kvöld er ég að fara á útitónleika í garðinum sem er hér nærri, með nokkrum sænskum tónlistarmönnum. Ókeypis og svona sem er alltaf gott.
Góða helgi allir saman
laugardagur, september 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ertu viss um ad tú ert stelpa.............Tú hefdir nú geta reynt ad snúa honum øj,øj,øj,
Ef tú villt eithvad spennandi tá komdu í Vollsmose,tar er vist fullt af spennandi teoristum ad søgn dana,ekkert homma kjaftædi,tar er harkannnnnnn og í næsta n´grenni vid mig,,,,,,,,knus
Skrifa ummæli