miðvikudagur, september 06, 2006

Meira um vinnu

Þá er ég búin að spreyta mig á nokkrum samtölum á dönsku og ó mæ hvað það er erfitt að skilja hana. Þeir bara bauna öllu út úr sér í einum graut og ég skil ekki neitt, segji bara et öjeblik og horfi síðan ráðþrota á samstarfskonu mína sem hlustar á símtölin og hún segir mér hvað ég eigi að segja eða tekur símtalið. Átti hins vegar prýðissamtal við gaurinn í Radionaust á Akureyri og þá skildi ég allt! Bara að við hefðum fleiri söluaðila á Íslandi þá væri lífið létt, ó já...
Á mánudaginn byrja svo 2 Finnar að vinna á sama stað hjá Samsung og ég. Ég hlakka til að vera ekki lengur eini útlendingurinn og sömuleiðis að vera ekki sú nýjasta og vitlausasta. Þeir fá hins vegar að tala finnsku í símann, lukkunar pamfílar.
Finnst einhvern veginn eins og fólki finnist ekki endilega skemmtilegt að lesa bara um vinnuna mína en þið verðið að sýna mér biðlund. Geri ekki mikið annað en að vinna. Kem heim um 6 leytið og glápi á sjónvarp og les og fer að sofa. Á föstudaginn er hins vegar planið að fara til Uppsala og nýta okkur í síðasta sinn stúdentaskilríkin okkar og fá ódýran öl og hitta táninga og fá nostalgíukast yfir námsárinu okkar þar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æjjajæ.Aumingja Anna.Helv,baunarnir.En til hamingju med vinnuna og íbudina.Fardu svo ad koma í heimsókn,tá gætirdu æft tig á dønskuni.Knús Maja