sunnudagur, september 03, 2006

Síðan síðast....

Jæja! Nú er víst komin tími á smá blogg. Tölvan mín er komin aftur til lífsins svo nú er engin afsökunin fyrir að láta ekki heyra frá sér. Ekki þurfti ég að láta eftir annað nýrað fyrir viðgerðinni en þó ekki langt frá því. En svona er lífið...
Set hér inn myndir af lífi mínu síðustu vikur svona til að auðvelda skipulagið hvernig ég eigi að fara í gegnum hvað ég er búin að vera að bauka.
Fór sem sé til Gautaborgar strax eftir síðasta vinnudaginn minn í Uppsala. Egill bróðir var þá í heimsókn hjá Dagnýju en ég var búin að segja honum að ég kæmist ekki þar sem ég þyrfti að vinna. Ég og Dagný vorum svo búnar að plotta að þau myndu koma á lestarstöðina og þar yrði ég, sörpræs! Tókst ansi hreint vel og litli bróðir var hissa og glaður. Hef nú ákveðið að koma alltaf óvænt heim, ekki segja neinum, það er svo gaman að sjá viðbrögðin.
Við systkinin áttum svo góða daga í Gautaborg, fórum í tívolí, þar sem ég næstum dó, í búðir, kaffihús og héngum heima og borðuðum nammi og gerðum grín að hinum fjölskyldumeðlimunum o.s.frv.!
Fór svo beint til Stokkhólms þegar ég kom til baka og kom mér fyrir. Hjólið mitt var samt enn eftir í Uppsala þannig að ég fór síðasta sunnudag þangað og hjólaði síðan heim. Eins og sjá má á þessu skilti eru það einir 65 km. Fyrri helmingur leiðarinnar gekk eins og í sögu og tók ekki nema um 2 og hálfan tíma. Þegar ég hins vegar kom í úthverfi Stokkhólms vissi ég svo ekkert hver ég átti að fara, alls staðar hraðbrautir þar sem ekki má hjóla og hjólastígar út um allt og ekki merktir. Hjólaði því fram og tilbaka og seinni helmingurinn tók mig rúma 4 klst. Myndi giska á að í allt hafi ég hjólað um 80 km. Tour de France here I come! Held að það sé málið.
Þegar ég var einmitt villt í úthverfunum rakst ég einmitt á vinnustaðinn minn sem má sjá hér að ofan. Er nú búin að vinna í viku og líst bara vel á þetta en ótrúlega mikið að læra og mér finnst ég rugla öllu saman. Þetta snýst um svo ótrúlega stórar upphæðir að ég er skíthrædd að gera einhverja vitleysu og tapa miljónum fyrir fyrirtækið. Er búin að taka 1 símtal sem gekk skítsæmilega en mun byrja meira í því í næstu viku. Ég og ein önnur stelpa sjáum alfarið um Danmerkur markað og mun því bara tala við Dani í símanum. Er eiginlega svolítið mikið stressuð að fara að reyna að skilja þá og reyna að láta þá skilja mig og fatta hvernig í andskotanum ég geti hjálpað þeim.
Þetta er annars skemmtilegur vinnustaður, með rúmlega 100 starfsmönnum. Eiginlega allt Svíar og svo eru nokkrir Kóreu-búar/menn/fólk (hmm) sem vinna þarna líka og fylgjast með hvort við sinnum fyrirtækinu þeirra nógu vel.
Þegar ég var að kvarta yfir því að það tæki svo langan tíma að komast í vinnuna vissi ég ekki að það tæki ekki 45 mín að komast í vinnu heldur rúmlega klst! Jibbí!!!
Dagný og Elfa vinkona hennar komu til mín á fimmtudaginn og fóru núna í morgun. Fórum m.a. á tónleika með Håkan Hellström í Gröna Lund á föstudaginn og hér að ofan erum við að sigla þangað.
Notaði tækifærið þegar ég var með gesti að kaupa mér stól í herbergið mitt. Til að láta gestina bera, sjáiði til. Vakti mikla kátinu þegar ég tók stólinn með mér í neðanjarðarlestina og sat svo í honum. Mun þæglegra sæti en hin.
Held ég láti þetta gott í bili, mun nú byrja aftur að blogga oftar en 1x í viku.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ anna mín.gaman að heyra aftur frá þér.já eða réttara sagt sjá frá þér.þú ert nú að verða ansi veraldarvön.getur leikið í c.s.i og tekið þátt í hjólreiðakeppnum einsog ekkert sé.klár stelpa.segðu dagnyju endilega að reyna að hitta simba á kastrup.hann er með svo lítinn farangur svo hann getur tekið eitthvað hjá henni svo hún þurfi nú ekki að borga yfirvigt.jæja knús og sjáumst.kemurðu ekki um jólin?

Nafnlaus sagði...

hæ aftur.var að senda þér myndir af draumadísinni minni á mailið þitt.(held ég haha)bless aftur

Nafnlaus sagði...

hvaða rugl er þetta.þetta er eyglo en ekki anonymous

Anna Þorbjörg sagði...

Eitthvað hefur mistekist að senda myndirnar, það er ekkert á meilinu mínu. Endilega reyndu aftur, langar svo að sjá litla skottið

Nafnlaus sagði...

ég sendi þetta á atobba@hotmail.com og þetta er í sendum pósti hjá mér svo ég skil ekki hvað hefur klikkað???? en reyni áfram :)

Stínfríður sagði...

Hæ!! Gaman að heyra í þér aftur! Svakalega hlýturðu að vera komin með stinnan rass!!!
Og góð í neðanjarðarlestinni;-)!

Nafnlaus sagði...

Gaman ad geta lesid bloggid thitt aftur Anna min. Er a leid in the center now og tha vil eg skrifa ther bref. Fekk E-mail fra vinnugellunum en gat ekki lesid that, thi thad var allt med ? og allskonar merkjum i stadinn fyrir okkar stafi. Fer nu i baeinn og kaupi mer kaffi og skrifa bref.