Ætti nú kannski ekki að ganga svo langt að segja að ég væri Litla Fröken Sólskin í dag, en líður alla vega aðeins betur en í gær. Hringdi í flugfyrirtækið sem bakfærði VISA dótið, fékk tölvupóst frá Indverjanum sem segist ætla að reyna að borga þetta án þess að ég þurfi að sækja peningana milli heimsálfa, spýttist heim eftir vinnu og náði að setja í vél, svo nú þarf ég ekki að vera lengur á tánum og keypti mér dýrindis pizzu í kvöldmat.
Þar sem ég stóð og reiddi fram einar 38 krónur fyrir pizzunni áðan fór ég að hugsa af hverju það eru engar svona gæðabúllur heima. Þyrfti ekki að fara að flytja inn pizzugerðarinnflytjendur til Íslands svo almúginn hafi efni á að festa kaup á flatböku annað slagið? Í staðinn fyrir að hafa alls kyns flókin og leiðinleg skilyrði fyrir því að fá landvistarleyfi, ætti það að nægja að kunna að búa til pizzu. Þá skal ég fyrst flytja heim...
mánudagur, september 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gott, gott gott og allt gott:-) Glöð að allt er betra hjá þér.
sakna þín óendanlega mikið kæri refur
The fox is on fire
LANGAR SVO KOMA TIL ÞÍN
Skrifa ummæli