sunnudagur, september 24, 2006

Meira fokk


Nú er ég búin að heyra frá þeirri indversku sem kom af fjöllum. Hún fór inn á Yahoo síðuna sína og sá þá að hún (eða eins og hún sagði, önnur hvor okkar!!!) hafði hakað í reit sem fór fram á það að fylla á símainneignina hennar 1x í mánuði. Það hefur sem sé verið tekinn alla vega 6000 kall sem átti ekki að vera gert. Hún kom því með þá "frábæru" uppástungu að ef ég þekkti einhvern sem ætti leið um Indland þá gæti sá hinn sami heimt þessa aura. Þannig að ef gott fólk, þið eruð á leið til Indlands þá væri það vel þegið að þið myndið sækja peningina mína.
Með þetta Noregs fokk þá verð ég að bíða til morguns með að hringja í flugfélagið. Ef ég þarf svo að hringja í VISA á Íslandi vegna þessa er ég að spá í að gera það úr vinnunni og segja að ég sé að tala við Radionaust kallinn því það skilur hvort sem er enginn neitt sem ég segi....
Ætlaði aðeins að reyna að gera mér glaðan dag þrátt fyrir allt þetta fokk og hélt af stað til Gamla Stan þar sem ég ætlaði að fara á kaffihús og lesa. Þegar ég er að labba rösklega í lestina detta sólgleraugun af mér og skoppa ofan í brautarteinana. Það er ekki hægt að fara bara niður á teinana til að ná í þau svo gleraugun mín eru týnd og tröllum gefin. Hin sólgleraugun mín eyðilögðust fyrir svona 2 vikum. Fór í svo vont skap að ég hætti við að fara í bæinn og fór í ICA, keypti mér flögur og kók og fór heim og horfði á ömurlega mynd með Jennifer Lopez og vorkenndi mér ótrúlega mikið.
Þetta er ekki góð helgi get ég ykkur sagt :(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ elskan mín, þetta er ekki skemmtilegt. Mér finnst hún nokkuð góð vinkonan að tala um að endurheimta peningana í indlandi! Þetta með kortið á samt eftir að reddast, ég er að reyna að vera bjartsýn hérna. Minn nýji félagi Áki er búin að setja saman tölvuna mína eftir að hafa skipt um móðurborð en þá kemur í ljós að skjárinn virkar ekki!!! Af hverju þarf dót að bila og kortafyrirtæki að klúðra? Ég bara spyr? Heyrumst brátt ;)

Nafnlaus sagði...

æji elsku anna.ótrúlegt hvernig allt getur gengið á afturfótunum.eg ætti kannski drífa mig til indlands og sækja aurana.láttu svo visa fyrirtækið heyra það.vona að vikan verði betri.