fimmtudagur, september 07, 2006

Magna-æði

Stal þessu hér fyrir neðan af Baggalút. Er ekki alveg að fatta þetta Magna-æði sem virðist hafa gripið Íslendinga. Hef aldrei séð þetta súpernóva dót og get því ekki alveg lifað mig inn í þennan æsing allan. En svo virðist sem þetta sé aðalmálið á landinu. Hef ekkert orðið vör við þetta hér, held þetta sé ekki einu sinni sýnt. Hmm, skrítið!
Mér finnst þetta samt sjúklega fyndið að fólk sé að kjósa piltinn langt fram á nætur bara af því að svo vill til að hann sé Íslendingur. Ég hélt að maður ætti að kjósa þann sem manni þætti bestur...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nákvæmlega.við íslendingar eru alltaf svo sár yfir eurovision ár hvert því allar þessar austantjaldsþjóðir kjósa bara hver aðra.það þíðir ekkert fyrir okkur að vera með í þessu því þetta er bara svindl.enn hvað erum við svo að gera núna eða það er að segja aðrir íslendingar því ekki hefur strákurinn fengið neitt atkvæði frá mér.það þarf nú meira til en ég raski mínum fegurðarblundi.við ættum kannski að taka upp svona kosningu í boltanum.ég hefði nú kannski vakað ef ég hefði getað kosið að íslendingar hefðu unnið danina í gær.í fótbolta sko ef þú hefur kannski ekki vitað að þeir voru að spila í gær.kys og farvel.

Nafnlaus sagði...

fékkstu ekki myndirnar af draumadísinni minni?kemurðu heim um jólin?

Anna Þorbjörg sagði...

Haha!
Hef thvi midur engar myndir fengid enn :(
Jolin eru enn oradin. KAnn ekki vid af byrja ad spyrja um thad i vinnunni hvort eg megi fa fri. KEm samt örugglega tho thad yrdi kannki bara 3-4 daga :(

sib sagði...

Sko, Þú skilur þetta bara ekkert Anna... Þetta er svona 3. ríkisstemmning með hann Magna. Fólk bara hrífst ósjálfrátt með í geðveikinni og á svo kanski eftir að átta sig á því eftir á að hugmyndi hafi ekki endilega samræmst helstu lífsskoðunum;)

Stínfríður sagði...

ó meeeen ÞRJÁ til FJÓRA DAGA!!!???
En jæja, svona er víst fullorðinslífið, alla vega ef maður er í ALVÖRU vinnu ;-)
P.s. mér finnst gaman að lesa um vinnuna.

Nafnlaus sagði...

hvað er þetta býr ekki rokkari í þér??? ;) hehe

Nafnlaus sagði...

Hver er Magni??????????

Anna Þorbjörg sagði...

Haha! Maja mín...Greinilegt að þú býrð i útlöndum. Hann er íslenskt sveitaballapoppstjarna sem er að gera það gott í bandarískum raunveruleikaþætti