Gaman þykir mér að því hvað föðursystur mínar eru öflugar í kommentum hér á síðunni. Ýmist til að ergja sig á fíflinu honum Árna Johnsen, monta sig af barnabarninu sínu eða með almennar athugasemdir. Þið standið ykkur vel systur!
Er annars á leið í háttinn. Búin að glápa á sænska Idolið sem og sænska bíómynd um hjónaskilnað og það sem því fylgir. Eðal sjónvarpsefni sem sé!
Þið partýdýrin skemmtið ykkur vonandi fallega í kvöld.
God natt
föstudagur, september 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jahérna er nú ingibjörg komin í kompaníið.en ekki ætli þið að fara að ergja ykkur yfir árna kallinum.hann er nú komin með æruna aftur og hreinn sem nýfallinn snjór.batnandi mönnum er best að lifa.heyr fyrir því.það er gott anna mín að þú skulir eiga svona skemmtilegar föðursystur sem láta sig málin varða.til hamingju með mömmu þína.loksins er hún orðin 50ára þetta er nú búið að taka megnið af árinu finnst manni.knús og farvel þangað til næst.AFRAM AKUREYRI.það er sko nýja handboltaliðið hér.sameinaðir stöndum vér.
Skrifa ummæli