fimmtudagur, september 21, 2006

For helvede

Þá er ég næstum því búin að lifa af eina viku í vinnunni þar sem ég er ein í Danmerkurdeildinni. Sú sem vinnur með mér er í 2ja vikna sumarfríi. Verð að viðurkenna að þetta hafa verið erfiðir dagar þar sem hefur stundum mest langað til að fara að grenja. Reiðir Danir semhringja í tíma og ótíma sem spyrja hvað í helvede hafi eiginlega orðið af sjónvarpinu sem þeim var lofað fyrir 2 mánuðum, eru ekki skemmtilegir viðfangs. Danskan mín er þó öll að rifjast upp og minna og minna af sænskum orðum eru að væflast fyrir mér. Tala þó enn þá eins og fífl en þó minna fífl en áður.
Hún Inge Pedersen bjargaði þó deginum í dag með því að senda mér tölvupóst þess efnis að ég væri best, eftir að ég var búin að stússast eitthvað fyrir hana. Inge, takk fyrir það!
Agalega hlakka ég þó til að fá helgarfrí og sofa....

P.S. Gaman var að fylgjast með umræðunni frá fjölskyldumeðlimum mínum við síðustu færslu. Greinilegt að í minni ætt eru kirkjugarðamál afar mikilvæg.

P.P.S. Sigríður feilafrí Larsen er velkomin hingað í Ástarhreiðrið í Stokkhólmi hvenær sem er (sem og aðrir, þ.e. sem ég þekki)!

1 ummæli:

Stínfríður sagði...

Já þú ert best!
Jííí ég hlakka svo til að hitta þig í LONDON!!!