miðvikudagur, september 27, 2006

Ekki bims

Mér finnst ég þurfa að árétta það sem María frænka mín segir í síðustu athugasemd. Ég lánaði ekki VISA kortið mitt heldur fyllti sjálf út í borgunina en í tölvu Indverjans en upplýsingarnar hafa vistast sjálfkrafa. Er ekki alveg bims! Þetta launadót kemur ekki beint á ávísun, meira svona á einhvern launamiða ef vinnuveitandinn hefur ekki fundið bankareikning starfsmans í bankakerfinu. Þetta gerðist af einhverjum ástæðum núna en hefur áður komið beint inn á reikninginn. Vil nú ekki að fólk fari að álíta Svía lifa í forneskju.
Náði í bankann rétt fyrir lokun og er nú komin með peninga í hendurnar. Að sjálfsögðu lá leiðin beint í næstu H&M þar sem keypt var eitthvert óþarfa drasl. Fór svo í tónlistarbúð og verslaði mér nýja diskinn með nöfnu minni Ternheim. Já, það er gott að vera komin aftur í eðlilegt neyslumynstur þar sem maður heldur áfram að sanka að sér dóti sem maður hefur ekkert með að gera. Þökk sé kaptítalismanum þykir manni maður ekki lifa mannsæmandi lífi nema að geta keypt sér nógu helvíti mikið drasl. Þetta drasl hatast maður svo við í hvert skiptið sem flutt er en þó er haldið áfram að kaupa og kaupa.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆJJJJa elskan,gott ad vita ad sverige er med á nótunum og ad tú lánir ekki bara kortid,eithva hef ég miskilid,en svona er eg,øv,øv...Gott ad tú skulir geta sjoppad igen.love you.......

Nafnlaus sagði...

já maría hefur einhvern veginn alltaf verið svo laginn við að misskilja hlutina.hún er nú svoddan snillingur á sínu sviði.hugsið ykkur.en gott að vita anna mín að þú sért að komast í eyðsluform.en sparaðu nú og reyndu að koma um jólin.ég sit nú í liverpoolbúning sem vinur minn keypti handa mér í útlöndum og er svo ljónheppinn að það er órugluð útsending á sýn.leikur í meistaradeild evrópu og er nú hálfleikur mínir menn 2-0 yfir.gallinn greinilega að gera sig.ég veit þú hefur svo mikinn áhuga á þessu anna mín.(daði hvað)en hvað um það vona að hlutirnir fari að verða einfaldari hjá þér krúttið mitt.knús og farvel.

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna Tobba.Ertu med símanúmer Dømunnar sem er alveg ad komast á segstugssegstugsaldurinnnnnnn.Jú árin færast yfir fólk,ég man hana sem 18,ára snót....en sendu mér númerid ef tú ert med tad,fyrir tann 30,sept...........

Nafnlaus sagði...

ps,gaman gaman,nú ætlar okkar yndislegi heidarlegi sjálfstædismadur,Herra Hellutjófur ad bjóda sig fram aftur í pólitík.Hvad er ad gerastá Islandi.Áttu ord vid tessu,f´røken

stjórnmálafrædingur med meiru...........

Nafnlaus sagði...

Nei Anna mín þú ert ekki bims það var Simbi mannstu ekki að Jan kallaði hann alltaf bims, annars er nú bara gott að eitthvað er að gerast hjá þér þó ekki sé nema að fara í banka og leysa út launamiða meira en gerist hjá sumum smá svona leiði núna. Svala litla biður að heilsa Önnu Tobbu sinni og aðrir afkomendur mínir sömuleiðis við söknum þín að sjálfsögðu Inga Sa

Nafnlaus sagði...

Anna mín ég sé á öllu að það er enginn maður með mönnum nema svara færslum hjá þér svo ég er komin í kapp við systur mínar og læt ekki mitt eftir liggja enda er nú bara gaaaaman að fylgjast með kortafærslum verslun framboði helluþjófa og öðru slíku.Knús og koss Inga Sa