mánudagur, september 04, 2006

Danska flanska

Nú er komið að því. Ekki verður skotist undan þessu lengur. Á morgun mun ég svara í símann í vinnunni; "Samsung, det er Anna". Jebb, og sá sem mun svara á hinni línunni mun svara á dönsku. Er að reyna að stimpla helvítis dönsku tölurnar aftur inn í hausinn á mér þar sem samtölin munu að miklu leyti fara fram í tölum. Ég sem var svo hamingjusöm að geta gleymt því rugli og notast við hið logíska sænska talnakerfi. Ekkert bévítans halvtreds og halvfems bara femtio og nittio.
Það versta finnst mér við þetta er að allir á skrifstofunni minni munu heyra mig tala... eða reyna að tala.
Læt vita hvernig gengur við tækifæri
Held og lykke til mig.... (held ég að sé skrifað svona alla vega)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi ter vel i nyju vinnunni tinni!! Eg veit sko hvad tad er otaegilegt ad tala i simann a tungumali sem madur talar ekki upp a 100% med fullt af folki i kringum:-/ Hilsen fra sviss, heida

Nafnlaus sagði...

Audvitad getur thu talad donsku Anna min. Bara reyna, thetta kemur allt, hvernig heldur thu ad mer lidi, ad tala ensku allan daginn. Er ordin algerlega ruglud, heilinn a mer er ad brenna yfir.