Helgin stórkostlega heldur áfram!
Eins og í öllum sænskum fjölbýlishúsum, er hér sameiginlegt þvottahús í kjallaranum. Allir hafa sinn bókunarhnapp sem þeir koma fyrir á skema sem segir til hvenær hver og einn "á" þvottahúsið. Þar sem maður er ekki komin heim fyrr en klukkan 6 á virkum dögum er lífsins ómögulegt að þvo nema um helgar þar sem síðasti þvottahústíminn er milli klukkan 5 og 9 á kvöldin. Kvöldið í kvöld var því löngu bókað fyrir þvottastúss okkar sambýlinga.
Við fórum niður í þvottahús ca. 5-10 mínútum fyrir bókaðan tíma klukkan 5. Við settum í vélarnar og færðum bókunarhnappinn á næstu helgi. Þegar við fórum síðan niður í þvottahús rétt í þessu, til að hengja draslið upp, var búið að taka allan þvottinn út úr vélunum og setja nýjar af stað. Á þvottinn okkar var búið að líma miða þar sem okkur var bent á að við værum að þvo á bókuðum tíma grannans og ættum við að hverfa með okkar þvottadrasl úr þvottahúsinu hið snarasta. Þessi "yndæli" granni okkar hefur sem sé komið rétt eftir 5 og séð að enginn hnappur hefur verið á þessum tíma og sett sinn þar í og þannig fundist hann eiga bókaðan tímann okkar. Silvía sem er meiri bógur en ég skrifaði mikla skammar ræðu á miðann og mældist til þess að viðkomandi kæmi í persónu og ræddi við okkur um blessaðan þvottatímann. Ef granninn kemur sendi ég hana til dyra.
Nú er ég sem sé algjörlega sokkalaus þar til næstu helgi. Er búin að vera á tánum í dag, sem er svo sem í lagi þar sem er gott veður, en hvað veit maður um framhaldið. Auk þess sem ég hata tær.
Held að þessi helgi komist á topp 5 leiðinlegustu helgar í mínu lífi.
sunnudagur, september 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
nú skaltu láta helv.... nágrannan vita hvar davíð keypti ölið.farðu svo á morgun og keyptu þér sokka og sendu reikningin til indlands.já þú kemur ekki að tómum kofanum hjá eygló gömlu með ráðleggingar.en ég veit hvað getur kætt þig.farðu á síðuna hans jobba litla og sjáðu litla undrið mitt.haha.og mundu að það sem ekki drepur mann styrkir mann.kys og farvel
Æ en hörmuleg helgi hjá þér greyið! Þú getur þó glatt þig á því að hún er að taka enda. Ég vona að vikan verði betri.
Skrifa ummæli