Stressistress!!! Ætti á þessari stundu að vera á leið út á Arlanda. En samkvæmt heimasíðu Icelandair er fluginu frestað um tæpa 4 tíma. Rétt að vona að maður geti treyst þessari síðu. Fólkið á Arlanda hefur ekkert heyrt um þessa seinkun.
En sem sé allt í fokki sem er ekki til að peppa upp jólaskapið. Ef ég myndi trúa á guð myndi ég leggjast á bæn. Hvað getum við trúlausa liðið gert til að róa taugarnar? Snúa okkur til Bakkusar eða hvað. Er farin að naga á mér handarbökin.
Sjáumst vonandi bráðum
laugardagur, desember 23, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
Jól jól

Var að pakka og hlustaði á meðan á íslenskt jólaútvarp á netinu svona til að koma mér í gírinn. Finnst einhvern veginn ekkert vera jól. En djöful eru til mörg leiðinleg jólalög. T.d. þetta strumpadrasl. Þá er ég að tala um nýja strumpadótið ekki jólakasettuna með strumpunum sem var til þegar ég var lítil fyrir tja, eins og tveimur áratugum síðan (ó mæ). Samt alltaf ákveðin stemning í því að heyra Svölu Björgvins syngja "ég hlakka svo til" og jafnvel Ladda syngja "snjókorn falla". Myndi aldrei fyrir mitt litla líf hlusta á slíka tónlist ef ekki væri textinn um jól. Skrítið!
Ekki var miklu pakkað niður hjá mér nema jólagjöfum. Annað hvort verð ég að vera í sömu fötunum öll jólin eða leita á náðir Dagnýjar litlu. Tók bara með mér kjóla og hælaskó og svo einar tvennar gallabuxur því sökum þess augljósa passa ég eigi í buxur löngu og mjóu systur minnar. Nema hún sé orðin feit. Hvað veit maður, það getur margt gerst á þeim 4 mánuðum sem við höfum ekki sést.
Vonandi sé ég sem flest ykkar sem þetta lesa næstu dagana. Danmerkur liðið mun ég því miður ekki sjá (þakka þó gott boð Maja mín) svo ég óska þeim gleðilegra jóla. Ykkur hin smelli ég á kossi þegar við sjáumst.
Gleðileg jól!
miðvikudagur, desember 20, 2006
Vinna
Eins gott að það eru að koma jól. Vinnan mín er ógeð þessa dagana. Er búin að þurfa að vinna yfirvinnu alla dagana í þessari viku og þarf það pottþétt á morgun og föstudag líka. Það að vinna í bransa sem þrífst á neysluhyggju fólks er strembið í kringum hátíð ljóss og friðar, a.k.a. græðgi og eyðslu. Ekki bætti það svo ástandið að ein samstarfskona mín hringdi sig inn veika í dag þar sem hún er með hálsbólgu og stefnir heldur ekki á að koma á morgun. Ég er svo yfir mig hneiksluð að ég á ekki orð. Ef maður skráir sig veikann í vinnu þegar brjálað er að gera þarf að hafa betri afsökun en að vera með hálsbólgu. Á mínu heimili var maður ekki veikur nema maður væri með hita. Viðurkenni það að það gat verið pirrandi á tíðum en er samt þakklát í dag að hafa ekki verið látin komast upp með slíkan aumingjaskap. Þess skal geta að þessi kona byrjaði að vinna fyrir 2 mánuðum og hefur verið 3x heima vegna veikinda. Og svo er hún líka leiðinleg, en það er önnur saga!
Heim eftir 3 daga, eiginlega bara 2.
Heim eftir 3 daga, eiginlega bara 2.
mánudagur, desember 18, 2006
Bráðum koma blessuð jólin

Um helgina fór ég á jólarölt í bænum. Ætlaði mér að eiga huggulega stund, ein með sjálfri mér, rölta í bænum, kaupa einhverjar gjafir, fara á kaffihús og lesa og svo átti ég stefnumót við Martinu, fyrrum bekkjarsystur, um eftirmiðdaginn. Þegar í bæinn var komið rann góða skapið fljótt af mér því þvílík var mannmergðin og troðningurinn og stressið. Er ekki hrifin af mörgu fólki samankomnu og hröklaðist því heim eftir stutta stund og þurfti svo að gera mér aðra ferð í bæinn til að hitta Martinu. Þegar ég reyndi að olnboga mig í gegnum mannhafið á laugardaginn varð mér hugsað með hlýju til tómrar göngugötunnar á Akureyri, þar sem maður hefur heila götu, bara fyrir sig!
sunnudagur, desember 17, 2006
http://peekvid.com/
Hef sko ekki tíma til að blogga þessa dagana. Komst á snoðir um guðdómlega síðu fyrir okkur sjónvarpsfíklana sem hafa bara 4 ömurlegar sjónvarpsstöðvar að velja á milli. Á þessari síðu er hægt að glápa á gæða unglinga- og raunveruleikaþætti sem og bíómyndir og annað góðgæti. Ekki er hér um niðurhal að ræða svo þetta ætti að vera nokkuð seif. Fyrir ykkur sem vantar eitthvað til að glápa á, tékkið á þessu;
http://peekvid.com/
Góða skemmtun!
Er farin að horfa á American Next Top Model
http://peekvid.com/
Góða skemmtun!
Er farin að horfa á American Next Top Model
föstudagur, desember 15, 2006
Föstudagskvöld

Annars rólegt föstudagskvöld í Stokkhólmi í kvöld. Búin að horfa á eina rómantíska gamanmynd, éta pítsu, borða súkkulaði og blogga um bull. Afar afkastamikið kvöld.
Er hálfdofin eftir þessa vinnuviku, allt að verða vitlaust á skrifstofunni. Jólin er að koma og fólk tjúll að hringja í okkur og spyrja hvar í helvede DVD spilararnir þeirra séu eiginlega. Bara vika eftir af þessari geðveiki, en fólkið hlýtur að verða enn trylltara í næstu viku, svona á síðasta séns. Og svo kem ég heim og þá verður allt gott.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Gleðilega Lúsíu allaihopa

Ég fór svo með Lauru vinkonu minni á Lúsíutónleika eftir vinnu. Á tónleikunum sungu nokkrir kórar þar á meðal barnakór sem var uppáklæddur í þessa hvítu kufla og með kerti. Alvörukerti. Og Lúsían með þau á hausnum. Þeir sem fara á Lúsíutónleika á Íslandi vita að slíkur glæfraskapur er bannaður. Þar er lúsían með rafmagnskerti á hausnum og þar er hún fullorðin kona. En Svíarnir sem eru nú þekktir fyrir allt annað en að sýna óvargætni troða kertum á litlu börnum alveg án þess að blikna. Reyndar var á öðrum hvorum bekk manneskja með vatnsfötu, tilbúin ef Lúsían myndi allt í einu standa í ljósum logum. Allt gekk þó að óskum þó að hár Lúsíunnar hafi verið útbýað í kertavaxi, en ætli það sé ekki skárra en ef það hefði fuðrað upp.
Loksins kom jólaandinn yfir mig með öllum þessu umstangi. Jibbí, kem heim eftir 1 1/2 viku :)
þriðjudagur, desember 12, 2006
Útsala útsala

Frekar er samt alltaf fyndið þegar fólk fær einhvers konar tryllingsglampa í augun í svona útsöludæmi. Fólkið í kringum mig sankaði að sér alls kyns tækjum sem það hefur eflaust engin not fyrir, bara af því að þau voru svo ódýr. Fékk sjálf snert af slíkum tryllingi en gat þó setið á mér því lítil not hef ég fyrir t.d. þvottavél og flatsjónvarp þó ódýr séu.
mánudagur, desember 11, 2006
Anna Ahmadinejad?
Litlu jólin




Svo var djammað og djúsað fram á nótt og ég auðvitað ekki sú fyrsta til að fara að sofa. En tekið skal þó einnig fram að ég var heldur ekki sú síðasta. Ég tók nú engar djamm myndir sem er kannski eins gott því þær vilja oft vera frekar sjúskí.
Eins og einhverjir vita þá vinn ég með pantanir til Danmerkur og hef mikil samskipti við dönsku starfsmenn Samsung sem vinna í Kaupmannahöfn. Svona aðeins til að monta mig, þá komu 3 þessara dönsku starfsmanna til yfirmanns míns (Åsa Jansson, sjá ofan!) og sögðu henni hvað ég væri dugleg og gerði allt fljótt og vel! Nú er búið að vera að leita að nýjum starfsmanni frá byrjun febrúar, þegar minn samningur rennur út, sem talar reiprennandi dönsku (ekki bara svona skandinavísku eins og ég). En eftir að Åsa hefði heyrt hvað baunarnir eru ánægðir með mig, kom hún til mín og sagði að hún vildi endilega hafa mig áfram sem og danska gengið. Við höfðum sem sé smá óformlegan fund aðfaranótt laugardags! (Er samt búin að tala við hana í dag um þetta svo þetta var ekki bara sagt í ölæði!) Ég var auðvitað svo upp með mér að ég þáði það og eru því plön um sænskunám á vorönn farin fyrir bí og ég mun halda áfram hjá Samsung alla vega fram á næsta haust. Það hefði auðvitað verið gaman að fara í skóla að dútla sér í sænsku en ég er ekki að nenna að vera fátæk aftur og þurfa að horfa á eftir hverri einustu krónu og ekki vilja bæta á það námslánafjall sem ég þegar hef komið mér upp.
Ég verð sem sé áfram stjórnmálafræðingur að vinna hjá raftækjafyrirtæki...hmmm
fimmtudagur, desember 07, 2006
Flís
Við fengum í dag flíspeysur í vinnunni. Já, hvert einasta okkar fékk sína flíspeysuna sem merkt er Samsung og er ætlast til þess að við verðum í þeim á morgun þegar við sprellum eitthvað utandyra á morgun áður en jólapartýið hefst um kvöldið. Held satt að segja að þetta sé mín fyrsta flíspeysa. Get ekki að því gert en mér finnst þetta algjör peningasóun. Mig langar ekkert til að vera í svartri flíspeysu merktri Samsung. Hefði ég nú bara heldur viljað peninginn...
Tengi einhvern veginn flíspeysur mikið við Bónus og Rúmfatalagerinn á Akureyri. Mér finnst nefnilega allar þreyttar húsmæður sem stunda mikið þessa staði, klæðast slíkum flíkum. Fordómar; ef til vill, en alla vega finnst mér ég ekki vera flíspeysutýpan. Djöful finnst mér samt eitthvað skondin hugmynd að ímynda mér alla jakkafataplebbana sem vinna með mér, í þessum skemmtilegu flíkum á morgun. Þegar ég hugsa þetta þannig, þá var þetta kannski góð hugmynd að troða þessu upp á okkur! Reyni að fanga þetta á mynd og birta hér síðar.
Tengi einhvern veginn flíspeysur mikið við Bónus og Rúmfatalagerinn á Akureyri. Mér finnst nefnilega allar þreyttar húsmæður sem stunda mikið þessa staði, klæðast slíkum flíkum. Fordómar; ef til vill, en alla vega finnst mér ég ekki vera flíspeysutýpan. Djöful finnst mér samt eitthvað skondin hugmynd að ímynda mér alla jakkafataplebbana sem vinna með mér, í þessum skemmtilegu flíkum á morgun. Þegar ég hugsa þetta þannig, þá var þetta kannski góð hugmynd að troða þessu upp á okkur! Reyni að fanga þetta á mynd og birta hér síðar.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Sjónvarp
Þegar ég minntist í það í síðusti færslu að ég nennti ekki að skammast mín fyrir að horfa á raunveruleikasjónvarpsþætti rifjaðist svolítið fyrir mér sem ég hef oft pirrað mig yfir. Oft er í blöðum spurt hvað fólk horfi helst á í sjónvarpi. Nánast undantekningalaust er svarið eitthvað á þessa leið: Nei, ég horfi nú eiginlega aldrei á sjónvarpið nema auðvitað á fréttir og svo á heimildarmyndir.
Ef þetta væri rétt, fyrir hvern er þá verið að framleiða og sýna allt hitt sjónvarpsefnið. Er það bara fyrir mig eða? Ef ég væri spurð myndi ég sko segja sannleikann. Ég myndi segja: Ég horfi aðallega á Leiðarljós, O.C. og The Swan og aðeins á fréttir og heimildarmyndir þegar ég hef ekkert annað að gera.
Ef þetta væri rétt, fyrir hvern er þá verið að framleiða og sýna allt hitt sjónvarpsefnið. Er það bara fyrir mig eða? Ef ég væri spurð myndi ég sko segja sannleikann. Ég myndi segja: Ég horfi aðallega á Leiðarljós, O.C. og The Swan og aðeins á fréttir og heimildarmyndir þegar ég hef ekkert annað að gera.
Bóndi leitar kvonfangs

Það væri afskaplega skemmtilegt að fá íslenska útgáfu af þessum þætti, gæti alla vega ekki orðið verra heldur en Bachelorinn.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Fyrsta jólagjöfin
Ég fékk snemmbúna jólagjöf í dag frá vinnunni. Við erum 3 í minni deild sem erum ekki fastráðnar heldur ráðnar í gegnum einhvers konar ráðningarstofu sem Samsung borgar og þau síðan borga okkur. Allavega, við fengum smátterí í dag svona til að bæta fyrir það að á föstudaginn munu allir fastráðnu starfsmenn Samsung fá jólagjöf en ekki við. Við fengum 300 kr (sænskar athugið) inneign í NK sem er svona fíneríis vöruhús með merkjavörum þar sem hún nafna mín Lindh var stungin til bana um árið. Ég versla alrei þar þar sem allt er sjúklega dýrt. Ef ég verð heppin get ég keypt mér kremdollu fyrir nótuna. Nú hljóma ég eflaust agalega vanþakklát en ég var í alvöru voðalega glöð fyrst. Svo þegar fólk fór að tala um jólagjafir síðustu ára; gsm síma, mp3 spilara (þ.e. vasadiskó), heimabíó og sjónvörp, fór ég að verða abbó. Þannig að þegar allir fá risa pakka á föstudaginn verður skítt að hafa bara fengið einhverja inneignarnótu. Fúlt :(
Sorgleg stadreynd
Samkvaemt mbl.is: 2% ríkustu manna heims eiga helming allra eigna á jördinni.
Hvad er ad í thessum heimi mér er spurn???
Hvad er ad í thessum heimi mér er spurn???
mánudagur, desember 04, 2006
Vasadiskó

Allir að byrja á þessu með mér...einn, tveir og....
Vinnublogg
Er i vinnunni en er svo sjuklega löt eitthvad ad eg nenni ekki ad vinna. Samstarfskona min er veik svo thad er svo sem nog ad gera en er einhvern veginn ekki ad nenna thessu.
Veit svo sem ekkert heldur hvad eg get skrifad hingad skemmtilegt. Hmmm. Já, kannski thad ad a föstudaginn er jolafagnadur Samsung. Vid förum hedan med rutu klukkan 10 um morguninn og eigum ad taka med okkur utivistarföt. Vid vitum ekkert hvad vid erum ad fara ad gera. Svo um kvöldid er einhver svakalegur kvöldverdur og glaumur og gledi fram a nott. Vid munum svo gista einhvers stadar, vid vitum heldur ekki hvar thad verdur. Liklega a einhverju hoteli, varla i einhverjum ithrottasal eins og thegar madur for i skolaferdalög i gamla daga. Thetta verda um 160 manns sem taka thatt i thessu og their sem vinna hja Samsung a hinum Nordurlöndunum koma lika. Verdur fyndid ad hitta Danina i personu sem madur talar vid i sima a hverjum degi. En thad er greinilegt ad Samsung er ekki ad fara a hausinn fyrst thad hefur efni a ad bjoda upp a svona fineri. Thannig ad ef eg aetti einhvern pening myndi eg kaupa hlutabref i thessu fyrirtaeki. Eda nei, kannski ekki, er ekki alveg thessi hlutabrefatypa. Vaeri eflaust med magasar af ahyggjum ad taka thatt i svona lotterii.
En nu er eg bara farin ad bulla svo eg haetti og fer ad vinna.
Veit svo sem ekkert heldur hvad eg get skrifad hingad skemmtilegt. Hmmm. Já, kannski thad ad a föstudaginn er jolafagnadur Samsung. Vid förum hedan med rutu klukkan 10 um morguninn og eigum ad taka med okkur utivistarföt. Vid vitum ekkert hvad vid erum ad fara ad gera. Svo um kvöldid er einhver svakalegur kvöldverdur og glaumur og gledi fram a nott. Vid munum svo gista einhvers stadar, vid vitum heldur ekki hvar thad verdur. Liklega a einhverju hoteli, varla i einhverjum ithrottasal eins og thegar madur for i skolaferdalög i gamla daga. Thetta verda um 160 manns sem taka thatt i thessu og their sem vinna hja Samsung a hinum Nordurlöndunum koma lika. Verdur fyndid ad hitta Danina i personu sem madur talar vid i sima a hverjum degi. En thad er greinilegt ad Samsung er ekki ad fara a hausinn fyrst thad hefur efni a ad bjoda upp a svona fineri. Thannig ad ef eg aetti einhvern pening myndi eg kaupa hlutabref i thessu fyrirtaeki. Eda nei, kannski ekki, er ekki alveg thessi hlutabrefatypa. Vaeri eflaust med magasar af ahyggjum ad taka thatt i svona lotterii.
En nu er eg bara farin ad bulla svo eg haetti og fer ad vinna.
laugardagur, desember 02, 2006
Kemur kannski engum á óvart...
You Are 8% Capitalist, 92% Socialist |
![]() You see a lot of injustice in the world, and you'd like to see it fixed. As far as you're concerned, all the wrong people have the power. You're strongly in favor of the redistribution of wealth - and more protection for the average person. |
Sofo

Plan kvöldsins er að hangsa heima og glápa á sjónvarpið og éta einhverja óhollustu. Ekki er þó beisin sjónvarpsdagskrá fyrir kvöldið, ekki einu sinni Disneymynd sem RÚV býður áhorfendum sínum upp á hverja helgi. Við erum bara með 4 stöðvar; 2 ríkisstöðvar, TV4 og svo finnska stöð sem sýnir bara finnsk efni. Af þessum þrem sem ég get mögulega horft á er engin bíómynd í kvöld. Það mest spennandi sem boðið er upp á er heimildarmynd um Kastró. Finnst eitthvað glatað að horfa á fræðsluefni á laugardagskvöldi á meðan flestir eru fullir á barnum.
föstudagur, desember 01, 2006
1. desember
Ég vildi óska foreldrum mínum til hamingju með 27 ára brúðkaupsafmælið sitt sem er í dag. Þennan sama dag var einnig troðið á mig nafninu mínu með vígðu vatni og fíneríi. Svo fékk Ísland líka fullveldi þennan dag.
Merkisdagur alveg hreint
Annars er komin helgi sem er vel. Er orðin afskaplega morgungeðvond í myrkrinu að vakna klukkan hálf 7. Á slíkum morgnum þegar geðvondskan er í hámarki vildi ég óska þess að ég byggi ein. Það að þurfa að hafa samskipti við fólk fyrsta hálftímann eftir vöknun er hreinlega mannréttindabrot. Sér í lagi fólk sem maður þekkir ekki það vel að maður getur verið dónalegur við. Eins og ég er við pabba greyið þegar hann er að reyna að vera með eitthvað sprell á morgnana í Austurbyggðinni.
Þannig að á morgun verður sofið þar til birtir.
Merkisdagur alveg hreint
Annars er komin helgi sem er vel. Er orðin afskaplega morgungeðvond í myrkrinu að vakna klukkan hálf 7. Á slíkum morgnum þegar geðvondskan er í hámarki vildi ég óska þess að ég byggi ein. Það að þurfa að hafa samskipti við fólk fyrsta hálftímann eftir vöknun er hreinlega mannréttindabrot. Sér í lagi fólk sem maður þekkir ekki það vel að maður getur verið dónalegur við. Eins og ég er við pabba greyið þegar hann er að reyna að vera með eitthvað sprell á morgnana í Austurbyggðinni.
Þannig að á morgun verður sofið þar til birtir.
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Koss og fadmlag fra Svithjod
Thad leikur enginn vafi a thvi ad saenska er vaemid tungumal. Thess vegna fellur hun mer svo vel i ged thar sem eg er med afbrigdum vaemin sjalf. Eitt finnst mer tho pinu of vaemid vid malnotkun Sviana. Thad er thegar their segja "puss och kram" i tima og otima. Thetta myndi utleggjast a islensku "koss og fadmlag". Eitthvad finnst mer fyndid ad heyra fullordna karlmenn sem og kvenfolk audvitad enda simtal med thessum ordum. Ekki alltaf fara ordin baedi saman, haegt er ad velja hvort madur vill gefa koss eda fadmlag, tja, eda jafnvel baedi i einu. Brosi aevinlega uti annad thegar eg heyri folk nota thetta. Vid segjum bara sjaumst eda heyrumst eda eitthvad alika ovaemid, sem ad minu mati er svona edlilegra heldur en ad vera ad senda kossa og fadmlög i allar attir. Eg er kannski ekki jafn vaemin og eg vil vera lata eftir allt saman.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Klipping
Dreif mig loksins í klippingu áðan. Lenti hjá mest slísí gaur sem hefur nokkurn tíma leikið fingrum sínum um mitt hár. Hann var svona ca. fimmtugur, í þéttari kantinum, með aflitað hár, rauður á hörund eftir ljósabekki (tja, eða sólarlönd, hvað veit ég) og með fráhneppta skyrtu. Var ekki mjög spennt yfir að slíkur maður skyldi hafa örlög hárs míns í höndum sér. Svo byrjaði hann að fárast yfir því að Íslendingar væru að veiða hvali. Bjóst allt eins við að hann myndi "óvart" klippa á mig skallablett svona í refsiskyni.
En ég komst nokkurn veginn heil frá þessu, og er nú nokkrum sentimetrum af hári fátækari sem og nokkrum krónum. Það er ekki ókeypis að láta slísí miðaldra menn klippa sig.
En ég komst nokkurn veginn heil frá þessu, og er nú nokkrum sentimetrum af hári fátækari sem og nokkrum krónum. Það er ekki ókeypis að láta slísí miðaldra menn klippa sig.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Heimferðin
Þá er heimferðin loksins komin á hreint. Þar sem Flugfélag Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af hvernig við dreifarar komum okkur heim um jólin neyðist ég til að fljúga norður á aðfangadag. Eins gott að veðrið verði til friðs svo ég verði ekki föst ein í Reykjavík um jólin. Ég verð sem sé ein og yfirgefin á Þorláksmessu í höfuðborginni þar sem allar mínar akureysku vinkonur verða komnar til síns heima. Ég vonast til að einhver þeirra "sönnu" Reykvíkinga sem ég þekki nenni að hitta mig svo ég eyði ekki Þollák í eintómri sjálfsvorkun. Er mjög pirripú yfir að þurfa að eyða einni kvöldstund af mínum mjög svo stutta tíma á Íslandi í okkar annars ágætu höfuðborg. Mig langar að vera með fjölskyldunni minni, þess vegna er ég nú að borga hálf mánaðarlaunin mín í að komast heim til að vera á Íslandi í viku.
En auðvitað gæti þetta alltaf verið verra svo ég hætti nú að kvarta og held áfram að liggja hér uppi í rúmi, lesa og éta godis.
En auðvitað gæti þetta alltaf verið verra svo ég hætti nú að kvarta og held áfram að liggja hér uppi í rúmi, lesa og éta godis.
laugardagur, nóvember 25, 2006
Múmínálfarnir
föstudagur, nóvember 24, 2006
Teitur

Lofaði mér líka í gærkvöldi að fara að æfa mig aftur að spila á gítar. Hins vegar þegar ég vaknaði í morgun og lata stelpan ég dröslaðist á fætur dóu slík plön fljótt. Af hverju er maður svona latur og nennir aldrei neinu???
Hjalp
Vona ad einhver geti hjálpad mér thvi astandid er ljott!
Eg a flug til Islands 23. desember og lendi i Keflavik 15:30. Seinasta flug til Akureyrar 23. des. er klukkan 17:30. Thetta er thvi afar knappur timi til ad koma ser milli flugvalla og ef eitthvad bregdur ut af missi eg af thessari vel, + ad farid kostar 10 000 kall svo thad er ekkert spes ad borga thetta i von og ovon ad komast med velinni. Er einhver sem veit um far thetta kvöld til Akureyrar???
Eg a flug til Islands 23. desember og lendi i Keflavik 15:30. Seinasta flug til Akureyrar 23. des. er klukkan 17:30. Thetta er thvi afar knappur timi til ad koma ser milli flugvalla og ef eitthvad bregdur ut af missi eg af thessari vel, + ad farid kostar 10 000 kall svo thad er ekkert spes ad borga thetta i von og ovon ad komast med velinni. Er einhver sem veit um far thetta kvöld til Akureyrar???
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Úti ad hjóla
Aldrei thessu vant er afar rolegt nu i vinnunni. I gaer var allt kreisí og aetli thad verdi thad ekki aftur á morgun. Ákvad thví ad bladra adeins á blogginu.
Tók eftir einu áhugaverdu í dag um muninn á Svíum og Íslendingum thegar kemur ad notkun samgöngutaekja. Íslendingar ódir bílaeigendur sem líta á thad sem sjálfsögdu mannréttindi ad eiga bíl og Svíar sem fremur virkir hjólreidamenn. Taka má eftir thessu ad thegar vid segjum ad einhver sé úti ad aka í meiningunni ad vera utan vid sig segja blessadir Svíarnir "ute att cykla" t.e.a.s. úti ad hjóla.
Skondid fannst mér alla vega!
Tók eftir einu áhugaverdu í dag um muninn á Svíum og Íslendingum thegar kemur ad notkun samgöngutaekja. Íslendingar ódir bílaeigendur sem líta á thad sem sjálfsögdu mannréttindi ad eiga bíl og Svíar sem fremur virkir hjólreidamenn. Taka má eftir thessu ad thegar vid segjum ad einhver sé úti ad aka í meiningunni ad vera utan vid sig segja blessadir Svíarnir "ute att cykla" t.e.a.s. úti ad hjóla.
Skondid fannst mér alla vega!
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Innflutningspartýið





Annars er mánudagur á morgun sem er ekkert gaman en það kemur helgi aftur eftir 5 daga..
föstudagur, nóvember 17, 2006
Framhaldssagan um jarðarberin
Demit!!! Fór í Hemköp eftir vinnu (svona eins og Nóatún, með sjúklega mikið úrval) og fann engin niðursoðin jarðarber. Hef ekki tilkynnt stelpunum þetta enn, hef ekki gefið upp alla von. Fann reyndar ekki Grenadin heldur. Skil ekkert í hvers landi ég hef lent í. Hvers eiga bolluglaðir Íslendingar að gjalda?
Á annars einhver góða uppskrift af bollu sem ekki inniheldur hráefni sem einungis er til í siðmenntuðum ríkjum?
Á annars einhver góða uppskrift af bollu sem ekki inniheldur hráefni sem einungis er til í siðmenntuðum ríkjum?
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Inntökuprófið
Það gerist ekki oft að mér þyki próf skítlétt og oftast líður mér frekar illa í próftöku. Í gær var hins vegar önnur saga. Mér fannst afskaplega skemmtileg tilbreyting að vera í svona prófumhverfi, fullri stofu af fólki, alveg þögn og eldri konur að passa að við svindluðum ekki, en finnast bara skítlétt að skrifa. Að dunda sér við það að skrifa hvað nafnið manns þýðir og hvernig maður lítur á það að eldast er barnaleikur miðað við það að rembast við að skrifa eitthvað gáfulegt um sýn neo liberalista á orsök átakana í Fjarskanistan eða eitthvað álíka.
Ég er þó ekki að segja að ég sé svona frábær í sænsku, eflaust hefur prófið mitt verið stútfullt af villum en óneitanlega var þetta auðvelt svona miðað við aldur og fyrri störf.
Djöful verður það vandræðalegt ef ég kemst ekki í þetta nám eftir þessar yfirlýsingar sem maður hefur nú sett á veraldarvefinn...
Ég er þó ekki að segja að ég sé svona frábær í sænsku, eflaust hefur prófið mitt verið stútfullt af villum en óneitanlega var þetta auðvelt svona miðað við aldur og fyrri störf.
Djöful verður það vandræðalegt ef ég kemst ekki í þetta nám eftir þessar yfirlýsingar sem maður hefur nú sett á veraldarvefinn...
Niðursoðin jarðarber

Á laugardaginn ætlum við að halda löngutímabært innflutningspartý. Við ræddum það áðan hvernig blanda ætti bollu. Ég var ekki lengi að flétta því upp á einhverri íslenskri síðu. Í þeirri uppskrift sem ég fann var sagt að ættu að vera niðursoðin jarðarber. Þær héldu að ég væri að ljúga, því slíkt væri ekki til! Þær höfðu aldrei heyrt talað um slíkt og eru vissar um að það sé eitthvað sérstakt íslenskt fyrirbæri (eða að ég sé að plata) og telja sig öruggar um að svoleiðis sé ekki hægt að kaupa hér. Ég hins vegar nánast lofaði því að það væri hægt að finna svoleiðis niðursuðuvarning í hverri búð. Um það hef ég ekki hugmynd því ekki hef ég áður þurft á slíkum berjum að halda. Vona bara að ég hafi rétt fyrir mér svona til að sýna þessum finnsku gellum að niðursoðin jarðarber séu ekki bara fyrir skrítna Íslendinga. Það er nefnilega afskaplega leiðinlegt að hafa rangt fyrir sér.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Mis
Það kemur reglulega fyrir í mínu lífi að mér þykir ég sjálf ómótstæðilega vitlaus og pirrandi. Slíkt augnablik upplifði ég í dag. Ég fékk að fara heim úr vinnunni á hádegi í dag þar sem ég þurfti að fara í stöðupróf í sænsku þar sem ég hef sótt um sænskunám við háskólann á næstu önn. Ég mætti á svæðið á réttum tíma, en þetta er svolítið ferðalag. Þegar á staðinn var komið var ég sú eina sem var mætt. Fyrst byrjaði ég að bölva helvítis óstundvísi í öllum nema mér en svo fór nú að renna upp fyrir mér að slík óstundvísi væri afar ólíkleg. Leit ég þá aftur á bréfið sem ég fékk sem boðun til þessa prófs. Þar stendur skýrum stöfum að prófið sé 15. nóvember. Ég veit ekki af hverju ég beit það í mig að það væri þann 14. Held reyndar að það hafi staðið á netinu. En ég þarf sem sagt að fá að fara aftur fyrr úr vinnunni á morgun. Og þess má svona til gamans geta að ég fékk einmitt frí á föstudaginn þegar ég fór til London. Þess má svo einnig geta að nú er sá tími ársins þegar græðgi fólks er í hámarki og allir vilja gefa fínheitis plasma sjónvörp á hundruðir þúsunda svona til að sýna ástvinum sínum hvað þeim þykir vænt um þá (hóst). Ég vinn við það að útvega fólki slík tæki. Það er sem sé MIKIÐ að gera. Held ég verði alla vega ekki kosinn vinsælasti starfsmaðurinn þessa dagana svo mikið er víst.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Þar sem ég var svona óvænt í fríi brá ég mér í bæinn og keypti mér 2 kjóla í safnið á Myrorna (hjálpræðisher e-s konar) á spottprís en venjulega hef ég ekki tíma fyrir búðir eftir vinnu. Nú verð ég sem sagt í nýjum kjól í innflutningspartýinu sem við ætlum loksins að halda á laugardagskvöldið. Vííí
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Þar sem ég var svona óvænt í fríi brá ég mér í bæinn og keypti mér 2 kjóla í safnið á Myrorna (hjálpræðisher e-s konar) á spottprís en venjulega hef ég ekki tíma fyrir búðir eftir vinnu. Nú verð ég sem sagt í nýjum kjól í innflutningspartýinu sem við ætlum loksins að halda á laugardagskvöldið. Vííí
mánudagur, nóvember 13, 2006
Lundúnaferðin









En þetta var stórgóð ferð þó auðvitað hafi vantað góðar stúlkur til að fullkomna reisuna. Það verður bara að vera seinna sem allir hittast og þá lengur en þessi ferð.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Rasismi
Erud thid ad grinast med thetta Frjalslyndaflokksdaemi? Um leid og fiflid tharna Magnus Hafsteinsson skellir fram einhverjum rasiskum athugasemdum fimmfaldast fylgid. Islendingar greinilega alveg jafn mikil fifl i thessum malum sem og adrar thjodir.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Kokteilakvöld



Vá, hvað ég sakna Grand Rokk þegar ég fer á Stura plan!
Er annars að fara til London og hitta þar akureyskar sprundir og í þeirra hópi þarf maður ekkert að skammast sín fyrir að panta sér væna kollu í stað fínna kokteila...
föstudagur, nóvember 03, 2006
Nágrannaerjur
Verð að deila með ykkur skrítnu atviki sem átti sér stað rétt í þessu. Hringt var dyrabjöllunni og ég fer til dyra og þar stendur nágrannakona okkar sem býr beint fyrir neðan okkur. Hún byrjar; "Þú ert alveg ómöguleg, gengur fram og tilbaka. Ég er að reyna að læra en get ekki einbeitt mér þar sem þú gengur svo mikið um." Ég spurði þá í sakleysi mínu hvort við mættum ekki labba um íbúðina. Hún svaraði því til að kannski ekki svona mikið! Ég hafði verið í sturtu en Silvia var að laga til svo ætli það hafi ekki verið hún sem gekk svona mikið um svo ég kallaði í hana. Silvia stakk upp á því að hún setti hugleiðsluspólu á fóninn til að róa sig niður og það þótti kellu sérlega móðgandi að segja. Hún hélt því fram að við værum að ganga um fram og tilbaka í hælaskóm eða öðrum slíkum skófatnaði sem veldur hávaða. Báðar erum við í inniskóm sem heyrist varla meira í en að ganga á sokkunum.
En sem sé, bannað að ganga mikið í íbúðinni okkar! Bíð ekki í það hvernig hún mun bregðast við þegar við höldum risapartý eftir 2 vikur!
En sem sé, bannað að ganga mikið í íbúðinni okkar! Bíð ekki í það hvernig hún mun bregðast við þegar við höldum risapartý eftir 2 vikur!
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Nýr dagur
Þá er allt að komast í eðlilegt horf eftir ósköpin í gær. Athugið þó að það var enn umferðarhnútur hér fyrir utan þegar ég fór að sofa. Í fjölmiðlum er ekki um annað rætt en þetta agalega "óveður".
Óskaplega finnst mér samt huggulegt að vera búin að fá snjóinn. Þó að í gær hafi mér þótt hann bölvanlegur. Í morgun var ískalt, sól og snjór og allt svo fallegt. Kom því við í Pressbyrån á leið minni í lestina og keypti mér kaffi tú gó og kanelbulle því mér fannst hugmyndin eitthvað svo hugguleg. Sitja með heitt kaffi og bakkelsi, í lest í stórborg og horfa út um gluggann á sólina og snjóinn. Vinnan var líka mun betri í dag eftir að ég endurheimti samstarfskonu mína úr veikindum. Svo er föstudagur á morgun þannig að ég hef yfir engu að kvarta í þetta sinn. Það hlýtur nú að teljast til tíðinda!?!
Óskaplega finnst mér samt huggulegt að vera búin að fá snjóinn. Þó að í gær hafi mér þótt hann bölvanlegur. Í morgun var ískalt, sól og snjór og allt svo fallegt. Kom því við í Pressbyrån á leið minni í lestina og keypti mér kaffi tú gó og kanelbulle því mér fannst hugmyndin eitthvað svo hugguleg. Sitja með heitt kaffi og bakkelsi, í lest í stórborg og horfa út um gluggann á sólina og snjóinn. Vinnan var líka mun betri í dag eftir að ég endurheimti samstarfskonu mína úr veikindum. Svo er föstudagur á morgun þannig að ég hef yfir engu að kvarta í þetta sinn. Það hlýtur nú að teljast til tíðinda!?!
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Snjór

þriðjudagur, október 31, 2006
Af hverju fær maður unglingabólur þegar maður er langt frá því að vera unglingur? Og af hverju heita slíkar bólur yfir höfuð unglingabólur. Var slétt sem barnsrass á mínum unglingsárum en það er af sem áður var. Ekki nóg að hrukkur séu farnar að láta á sér kræla heldur þarf maður sömuleiðis að fá bólur. Það er ýmislegt á mann lagt!
Kannski tími til komin að hætta að borða McDonalds...
Kannski tími til komin að hætta að borða McDonalds...
Hvítt hyski
Það er kreisí að gera í vinnunni og allt í fokki og veseni svo ég sat aðeins lengur í dag svona til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Borðaði hádegismat klukkan 12 og svo ekkert eftir það, þannig að í lestinni á leiðinni heim um 7 leitið var hungrið aðeins farið að segja til sín. Alla leiðina var ég með hugann við hvað ég ætlaði að borða í kvöldmat. Hvað langar manni í þegar maður er hungurmorða annað en ógeðið McDonalds. Þegar lestin stöðvaðist strunsaði ég því beinustu leið inn á gullna emmið og splæsti í máltíð sem ég strunsaði svo áfram með heim á leið. Tróð þessu svo í mig á hraða ljóssins og sit nú hér úttútin af fitu og viðbjóði. Hvíthyskislegt eða???
mánudagur, október 30, 2006
Nú er úti veður vont
Það er dimmt og kallt. Hversu leiðinlegt er að þurfa að standa og frjósa klukkan hálf 8 á morgnana og bíða eftir hinum ýmsustu samgöngutækjum (þarf 3 slík til að komast til vinnu + smá labbitúr)? Svo segja veðursérfræðingar að það eigi að snjóa á morgun. Finnst eins og ég hafi verið svikin. Hér flytur maður til útlanda í þeirri von um hlýindi og næs og svo er manni boðið upp á skítkulda og myrkur. Puff :(
sunnudagur, október 29, 2006
Helgin




Er eitthvað andlaus og nenni ekki að skrifa meira og nenni ekki heldur að reyna að vera eitthvað sniðug. Kemur kannski síðar.
Eigiði gott sunnudagskvöld :)
þriðjudagur, október 24, 2006
Væmið blogg
Vildi síðan þakka fyrir allar kveðjurnar, pakkana og símtölin sem ég fékk vegna þess merka áfanga að verða 27 ára! Oft finnst mér ég vera ein og yfirgefin í útlöndum og allir hafi löngu gleymt mér, en svo virðist nú ekki vera. Gott að vita. Takk, takk....
Reyndar má geta þess að sumar gjafirnar hafi valdið nokkrum óskunda. Ákveðin frænka mér gaf mér fínheitis snapsa sem ullu því að helmingur veislugesta minna á laugardaginn áttu erfitt með að halda honum sem og öðrum veitingum inni. Ekki skal þess getið hvort undirrituð hafi verið ein af þessum.
Reyndar má geta þess að sumar gjafirnar hafi valdið nokkrum óskunda. Ákveðin frænka mér gaf mér fínheitis snapsa sem ullu því að helmingur veislugesta minna á laugardaginn áttu erfitt með að halda honum sem og öðrum veitingum inni. Ekki skal þess getið hvort undirrituð hafi verið ein af þessum.
Westlife; Ó já!

Það væri nú gaman að skrifa ekkert meira og láta fólk halda að ég væri að missa vitið en best að ég útskýri þetta nánar.
Samsung er með eitthvert svona VIP kvöld á Café Opera, sem er einn fínasti veitingastaðurinn í Svíþjóð, þar sem fyrrnefnd hljómsveit mun koma fram. Þar sem við hjá söludeildinni erum búin að sprengja festa skala í sölutölum er okkur sem sé boðið á þetta. Við ætlum að hittast heima hjá bossinum áður og flykkja síðan liði á ósköpin.
Er annars að fara á tónleika með Önnu Ternheim deginum áður, spurning hvaða tónleikar verði betri. Hmmm, erfið spurning ekki satt?
sunnudagur, október 22, 2006
Myndatími







Sem sé búið að vera nóg um að vera síðusta dagana. Er því þreytt í dag og enn í náttfötunum og athugið klukkan er 7 á sunnudagskvöldi. Ljúft!
föstudagur, október 20, 2006
Threyta
Úff! Er maett til vinnu ekki alveg sú hressasta. Sigrídur feilafrí maett á svaedid og vard madur nú ad sýna henni hverfisbarina. Bara eftir ad vera hér í 7 og hálfan tíma, aetli madur lifi thad ekki af.
miðvikudagur, október 18, 2006
Ammaeli
Thá er afmaelisdagurinn runninn upp bjartur og fagur, eda alla vega ekki meira en hálfskýjadur. Er nu bara í vinnunni ad sinna mínum skyldum. Fékk kók og Dumle karmellur frá samstarfskonu minni sem ég byrjadi daginn med. Stadgodur morgunverdur ekki satt?
Annars er ég nánast klökk hvad allir eru gódir ad senda mér skilabod og svona, thad thykir mér vaent um. Madur er ordinn svo meir med aldrinum, fékk tár í augun thegar ég opnadi afmaeliskortid frá mömmu minni í morgun. Madur verdur aldrei of gamall fyrir ad sakna mömmu sinnar.
Bara svona til ad koma thví ad thá er ég afskaplega ánaegd med íslensk stjórnvöld thessa dagana vegna thess ad hvalveidar í atvinnuskyni eru nú aftur leyfdar. Húrra fyrir thví!
Annars er ég nánast klökk hvad allir eru gódir ad senda mér skilabod og svona, thad thykir mér vaent um. Madur er ordinn svo meir med aldrinum, fékk tár í augun thegar ég opnadi afmaeliskortid frá mömmu minni í morgun. Madur verdur aldrei of gamall fyrir ad sakna mömmu sinnar.
Bara svona til ad koma thví ad thá er ég afskaplega ánaegd med íslensk stjórnvöld thessa dagana vegna thess ad hvalveidar í atvinnuskyni eru nú aftur leyfdar. Húrra fyrir thví!
þriðjudagur, október 17, 2006
Vinur minn í Algeríu
Fékk símtal í nótt. Ég svara svefndrukkin einhverju útlensku númeri sem ég þekki ekki. Þar var maður sem talar skrítna ensku og ég skil ekkert hvað hann segir sem og ég er hálfsofandi. Heyri þó að hann segir nafn mitt. Ég hreiti út úr mér að ég sé sofandi og skelli á. Mínútu síðar fæ ég sms frá sama númeri. Anna, i´m mr sofiane algerian men i will chat with you
Það er nefnilega það! Ætli gaurinn hafi ekki fengið símanúmerið einhvern veginn í gegnum skype þó fólk sem maður hefur ekki samþykkt sem tengla eigi ekki að fá svona upplýsingar um mann.
Mér leikur forvitni á að vita hvort svona virki á einhvern. Ætli það sé einhver sem tekur upp spjall við fólk sem hringir skyndilega í mann og vill vera vinur manns. Maður spyr sig!
Annars er stóri dagurinn á morgun, þ.e. dagurinn sem færir mann nær þrítugs aldrinum og ellinni. Gjafir eru byrjaðar að streyma að úr hinum ýmsustu löndum og færi ég sendendum kærar þakkir fyrir það. Planið á morgun er að fara út að borða með stelpu úr vinnunni sem á einmitt líka afmæli á morgun og er líka fædd 1979, þó 4 klst áður en ég svo hún er ellismellurinn af okkur tveimur. Það kemur eitthvað meira fólk með okkur svo þetta verður ágætis afmælisfögnuður. Sigga danska kemur svo í heimsókn til mín á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Næstu dagar munu því líklega verða ánægjulegir sem er vel því nú er dimmt og kallt og þunglyndislegt.
Það er nefnilega það! Ætli gaurinn hafi ekki fengið símanúmerið einhvern veginn í gegnum skype þó fólk sem maður hefur ekki samþykkt sem tengla eigi ekki að fá svona upplýsingar um mann.
Mér leikur forvitni á að vita hvort svona virki á einhvern. Ætli það sé einhver sem tekur upp spjall við fólk sem hringir skyndilega í mann og vill vera vinur manns. Maður spyr sig!
Annars er stóri dagurinn á morgun, þ.e. dagurinn sem færir mann nær þrítugs aldrinum og ellinni. Gjafir eru byrjaðar að streyma að úr hinum ýmsustu löndum og færi ég sendendum kærar þakkir fyrir það. Planið á morgun er að fara út að borða með stelpu úr vinnunni sem á einmitt líka afmæli á morgun og er líka fædd 1979, þó 4 klst áður en ég svo hún er ellismellurinn af okkur tveimur. Það kemur eitthvað meira fólk með okkur svo þetta verður ágætis afmælisfögnuður. Sigga danska kemur svo í heimsókn til mín á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Næstu dagar munu því líklega verða ánægjulegir sem er vel því nú er dimmt og kallt og þunglyndislegt.
sunnudagur, október 15, 2006
Þróunarlandið Ísland
Rakst á frétt á mbl.is þar sem segir; Bandaríkjamenn nálgast þrjú hundruð milljóna markið og er eina iðnvædda ríkið þar sem íbúum fjölgar.
Ég hef sem sé lifað í blekkingu öll þessi ár. Ísland virðist því vera þróunarríki eða hvað? Man ekki betur en að gríðarleg fagnaðarlæti hafi brotist út á Íslandi fyrr á þessu ári þegar 300 hundraðasti Íslendingurinn fæddist. En við erum sem sé ekki iðnvædd.
Fyrir utan þetta held ég að íbúum fjölgi í flestöllum nágrannaríkjum okkar. Svíar eru t.d. óðum að nálgast 10 milljónir en þeir eru kannski vanþróaðir líka, hver veit!
Ég hef sem sé lifað í blekkingu öll þessi ár. Ísland virðist því vera þróunarríki eða hvað? Man ekki betur en að gríðarleg fagnaðarlæti hafi brotist út á Íslandi fyrr á þessu ári þegar 300 hundraðasti Íslendingurinn fæddist. En við erum sem sé ekki iðnvædd.
Fyrir utan þetta held ég að íbúum fjölgi í flestöllum nágrannaríkjum okkar. Svíar eru t.d. óðum að nálgast 10 milljónir en þeir eru kannski vanþróaðir líka, hver veit!
laugardagur, október 14, 2006
Skandall!
Það er allt að verða vitlaust í sænskri pólitík þessa dagana. Nýskipaðir ráðherrar segjandi af sér hægri vinstri og óneitanlega hlakkar í mér yfir því að hægraliðið sé að valda svona miklum usla. Já, Svíagreyin hefðu heldur átt að halda sig við sósíalistana. Get þó reyndar ekki sagt að vinstra liðið hér hafi verið nokkru betra þegar kemur að því að halda ráðherraembættum. Í Svíþjóð virðist það vera lenska að ráðherrar hafi óhreint mjöl í pokahorninu sem er blásið upp í fjölmiðlum svo ráðherrarnir hröklast frá völdum. Hér virðist ekkert vera fyrirgefið.
Á Íslandi virðist þröskuldurinn vera mun hærri fyrir ráðherrana okkar. Það væri eflaust hægt að finna óhróður (þ.e. á sænskan mælikvarða) um alla ráðherrana. Finnst t.d. einhvern veginn ólíklegt að einhver ráðherrann segði af sér vegna þess að hann hafði ekki borgað barnapíunni sinni eftir nýjasta launataxta Eflingar og viðeigandi skatta eins og eitt skandalsmálið hér snýst um.
Það sem er þó athugavert við alla þessa ráðherraskandala hér í Svíaríki, er að þeir virðast allir snúast að konum. Ætla mér að efast um að það sé vegna þess að konur séu almennt spilltari en karlar heldur er þetta vegna þess að konur virðast þurfa að vera 10x betri en karlar til að hljóta virðingu og viðurkenningu. Konurnar eru rannsakaðar út í þaula svona eins og til að finna eitthvað á rétt eins og til að finna sönnun fyrir því sem margir vilja halda; að konur eigi ekki heima í þessum karlaheimi.
En nú veit ég það alla vega, að alltaf að biðja barnapíur um skattkort og alltaf að borga afnotagjöldin af RÚV (annar skandallinn fjallar einmitt um afnotagjöld) því annars er voðinn vís!
Í þessu samhengi er svo gaman að skoða Árna Johnsen blessaðan. Veit ég vel að ekki var hann ráðherra en bara það að hann geti boðið sig fram aftur til Alþingis og fólk í alvöru vilji kjósa hann til þess er ekkert annað en fásinna í sænsku samhengi. Ísland virðist því vera draumaland spilltra stjórnmálamanna, við erum svo góð í að fyrirgefa og gleyma.
Á Íslandi virðist þröskuldurinn vera mun hærri fyrir ráðherrana okkar. Það væri eflaust hægt að finna óhróður (þ.e. á sænskan mælikvarða) um alla ráðherrana. Finnst t.d. einhvern veginn ólíklegt að einhver ráðherrann segði af sér vegna þess að hann hafði ekki borgað barnapíunni sinni eftir nýjasta launataxta Eflingar og viðeigandi skatta eins og eitt skandalsmálið hér snýst um.
Það sem er þó athugavert við alla þessa ráðherraskandala hér í Svíaríki, er að þeir virðast allir snúast að konum. Ætla mér að efast um að það sé vegna þess að konur séu almennt spilltari en karlar heldur er þetta vegna þess að konur virðast þurfa að vera 10x betri en karlar til að hljóta virðingu og viðurkenningu. Konurnar eru rannsakaðar út í þaula svona eins og til að finna eitthvað á rétt eins og til að finna sönnun fyrir því sem margir vilja halda; að konur eigi ekki heima í þessum karlaheimi.
En nú veit ég það alla vega, að alltaf að biðja barnapíur um skattkort og alltaf að borga afnotagjöldin af RÚV (annar skandallinn fjallar einmitt um afnotagjöld) því annars er voðinn vís!
Í þessu samhengi er svo gaman að skoða Árna Johnsen blessaðan. Veit ég vel að ekki var hann ráðherra en bara það að hann geti boðið sig fram aftur til Alþingis og fólk í alvöru vilji kjósa hann til þess er ekkert annað en fásinna í sænsku samhengi. Ísland virðist því vera draumaland spilltra stjórnmálamanna, við erum svo góð í að fyrirgefa og gleyma.
föstudagur, október 13, 2006
Staffaþjapp






Annars var nokkuð skrítinn dagur í vinnunni í dag. Eftir að vera búin að þjappa liðinu almennilega saman í gærkvöldi var svo ein stelpan rekin í dag. Hún byrjaði nokkrum dögum á undan mér. Hún fékk þær útskýringar að hún ynni of hægt og spyrði of mikið. Frekar ömurlegt því hún er ein sú yndælasta í bransanum. Er þó vissulega glöð að útlendingurinn ég, sem var ráðin undir þeim formerkjum að ég talaði dönsku, sem reyndist síðan vera bull (svona nokkurn veginn alla vega), hafi ekki verið sparkað. Stelpugreyið var auðvitað miður sín og grét og svona. Fyrir ca. 3 vikum hætti önnur stelpa líka skyndilega hjá okkur. Það kom e-mail frá yfirmanninum til okkar allra, þar sem hún sem þakkaði henni fyrir vel unnin störf en nú myndi hún kveðja okkur. Svo var hún bara farin 10 mínútum síðar. Það er sem sé ekkert svaka hress stemning núna í vinnunni. Hver veit nema maður verði rekinn í næstu viku.
Annars er ég því miður ekki komin í helgarfrí því á morgun mun ég vera á einhverskonar námskeiði í vinnunni. Má þó alla vega þakka fyrir að mér sé boðið á þetta námskeið svo ég ætla ekkert að vera að kvarta meira.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)