Nú er loksins orðið kallt og hægt að fatta að það sé kominn desember og þ.a.l. bráðum jól. Held satt að segja að í dag sé fyrsti dagurinn á þessum vetri þar sem hitastig fer undir frostmark. Þori samt ekki að fara með það. En það hefur alla vega verið hér sannkallað vorveður í langan tíma. Enginn er þó snjórinn og honum eiga Svíar ekki að eiga von á fyrir þessi jól. Bind miklar vonir við að fá snjó þegar til Akureyrinnar verður komið á aðfangadag.
Um helgina fór ég á jólarölt í bænum. Ætlaði mér að eiga huggulega stund, ein með sjálfri mér, rölta í bænum, kaupa einhverjar gjafir, fara á kaffihús og lesa og svo átti ég stefnumót við Martinu, fyrrum bekkjarsystur, um eftirmiðdaginn. Þegar í bæinn var komið rann góða skapið fljótt af mér því þvílík var mannmergðin og troðningurinn og stressið. Er ekki hrifin af mörgu fólki samankomnu og hröklaðist því heim eftir stutta stund og þurfti svo að gera mér aðra ferð í bæinn til að hitta Martinu. Þegar ég reyndi að olnboga mig í gegnum mannhafið á laugardaginn varð mér hugsað með hlýju til tómrar göngugötunnar á Akureyri, þar sem maður hefur heila götu, bara fyrir sig!
mánudagur, desember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já anna mín.snjórinn,við höfum nú haft hann undanfarið en nú er allt útlit fyrir að hann sé að fara.það var hreint út sagt guðdómlega fallegt hér um síðustu helgi.frost og öll tré hvít mjög jólalegt og hlakkaði mig mikið til þegar þið 'útlendingarnir'kæmuð í þessa dásemd,en semsagt þá kom hláka.brjálað rok og rigning í nótt og dag líka og ekkert fallegt lengur,bara hált blautt og skítugt og er bara spáð svona áfram.en vonandi rætist nú spáin ekkert og við fáum falleg jól.við skulum minnsta kosti hafa góð jól í hjörtum okkar og gleðjast yfir því sem við höfum(væmin núna)en sjáumst fljótlega.knús.
Gott ad fa svona uppdeit af vedrinu! Fult ad enginn er snjorinn :(
Finns thetta svindl!
Skrifa ummæli