miðvikudagur, desember 06, 2006

Bóndi leitar kvonfangs

Síðustu árin hafa raunveruleikaþættir verið nær það eina sem sýnt er í sjónvarpinu. Ég er ein þeirra sem festist auðveldlega fyrir framan slíkt efni. Ég nenni ekkert að þykjast skammast mín fyrir það eins og allir aðrir, mér þykir þetta stórskemmtilegt sjónvarpsefni. Reyndar svolítið vandræðalegt oft á tíðum en það gerir þetta bara betra. Var nú að horfa á þann stórkostlega þátt, "Bonde söker fru", eða bóndi leitar sér kvonfangs. Þar eru 4 sænskir einhleypir bændur sem fá nokkrar kvennsur sem flytja inn til þeirra og þeir svo vinsa úr og enda svo með eina upp á arminn. Hér til hliðar má sjá einn þessara bænda. Sem sé ekki mjög hott gaurar.
Það væri afskaplega skemmtilegt að fá íslenska útgáfu af þessum þætti, gæti alla vega ekki orðið verra heldur en Bachelorinn.

2 ummæli:

Stínfríður sagði...

Vá mig langar að sjá þetta!! Er hægt að sjá þetta á netinu?

Ein sem hefur líka gaman að asnalegum raunveruleikaþáttum!

Anna Þorbjörg sagði...

Held thad se ekki haegt ad sja a netinu en getur tekkad a thessu her: http://www.tv4.se/karlekosex/bondesokerfru/