Komin heim eftir góða helgi með góðum stúlkum. En hvað það er nú gaman að eiga svona góða vini. Finnst ég sannkallaður lukkunar pamfíll að hafa ekki komið mér í vinahóp þar sem allir væru búnir að eignast börn, mann, íbúð og station fyrir allar aldir og ég skilin ein eftir í unglingalífsstílnum. Þess í stað erum við allar sem táningar (í anda alla vega svona miðað við hrukkutalið um helgina) og höfum gaman að. Ég kom aðfaranótt föstudags en Stína og Þórhildur ekki fyrr en á föstudagskvöldið. Ég spókaði mig því um ein á Oxford Street meðan Sólrún var í skólanum. Kannaðist nú alveg hreint ágætlega við mig enda búin að fara í 2 verslunarferðir þangað áður. Þekki sem sé ekkert annað af London en þessa einu götu sem er nú frekar sorglegt. Þegar stelpurnar komu á föstudagskvöldið ákváðum við bara að hafa kojufyllerí þar sem við vorum of latar til að fara út. Einhverjum gæti þótt það skrítið að vera heima þegar maður er í London en held það hafi verið góð ákvörðun og skemmtum við okkur konunglega fram eftir nóttu. Á efstu myndinni má sjá þetta feikna góða partý. Segja má að fröken Hrafnhildur sé með á myndinni þar sem Sólrún er að tala við hana í símann.
Daginn eftir tókum við svo tjúbið (eins og stórborgargellan Sólrún kallar neðanjarðarlestina) í bæinn og fengum okkur kalóríuríkan mat (a.k.a. þynnkumat) og röltum aðeins um bæinn.
Eitthvað að ruglast í röðinni á myndunum greinilega en þið verðið að afsaka! Hér að ofan má sjá húsið hennar Sólrúnar. Gerist nú ekki breskara en það.
Nema þá kannski ef það væri þessi símaklefi. Þórhildur var ekki eins spennt fyrir pissulyktinni í honum og ég og Stína og hélt sig fyrir utan í myndatökunni.
Þó við séum ungar í anda þá er kroppurinn ekki jafn ungur og áður og eftir bæjarferðinni var mannskapurinn þreyttur og fengum við okkur smá blund. Þess má geta að ég var manna hressust, enda yngst sko.
Eftir að hafa náð koddaförunum af andlitunum stríluðum við okkur upp og fórum á pöbbinn.
Að sjálfsögðu höfðum við með okkur bjór í nesti eins og unglingum sæmir.
Fundum mjög kúl stað sem var reyndar frekar merkilegur fyrir þær sakir að það var ekkert gler í glugganum sem gerði það að verkum að ekki var hægt að spóka sig í glænepjulegum kjólgarminum heldur var maður dúðaður nánast allan tímann. Reyndar þegar leið á kvöldið var manni nú aðeins farið að hitna, af einhverjum dularfullum ástæðum...
Eftir að hafa gætt okkur á sveittum indverskum mat héldum við heim og á leið í taxa. Þar sem við erum túristar tókum við auðvitað mynd af því, enda ekki eins og við eigum að venjast.
En þetta var stórgóð ferð þó auðvitað hafi vantað góðar stúlkur til að fullkomna reisuna. Það verður bara að vera seinna sem allir hittast og þá lengur en þessi ferð.
mánudagur, nóvember 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Alltaf gaman að sjá myndir, takk fyrir það:) Hefur greinilega verið mjög gaman hjá ykkur stöllunum. Alltaf yndislegt að skemmta sér konunglega í góðra vina hópi, ég hélt að þú værir bara að fara að hitta Sólrúnu en ekki líka Þórhildi og Stínu, gaman að því:) Tek undir þetta með vinahópinn, eins yndislegt og það er nú að sumir vinirnir hafa ákveðið að fjölga mannkyninu, er gott að vita að maður er ekki einn á báti og að allir séu ekki komnir á station. Lítið að frétta af klakanum. Hlakka til að fá þig heim um jólin, kv. Gyða.
Hæ elskan! Takk fyrir æðislega helgi. Verst hvað þetta var fljótt að líða og við söknuðum þín á sunnudaginn. Skemmtileg ferðasaga. Get ég einhvernveginn fengið myndirnar þínar? Kannski í gegnum þessa síðu sem sólrún talaði um?
Gangi þér vel!
Kossar, Stína
Gott að þú ert komin aftur í bloggeríið...var farin að sakna þess :) en frábært að þú skemmtir þér svona ver í Lundúnunum!! ;)
Takk fyrir skemmtilega helgi lundúnargella ;o) rosa gaman að sjá myndirnar!
lolo p er anaonymus varðandi komment nr. 4... ;)
Skrifa ummæli