Var að enda við að borða dýrindis mat sem hún Lotta eldaði fyrir okkur svona í kveðjuskyni. Hún er búin að búa hér með okkur í um 3 vikur en er nú að fara á laugardaginn til Finnlands. Er sem sé búin að búa með 3 Finnum síðustu vikurnar sem hefur verið ágætt alveg hreint.
Á laugardaginn ætlum við að halda löngutímabært innflutningspartý. Við ræddum það áðan hvernig blanda ætti bollu. Ég var ekki lengi að flétta því upp á einhverri íslenskri síðu. Í þeirri uppskrift sem ég fann var sagt að ættu að vera niðursoðin jarðarber. Þær héldu að ég væri að ljúga, því slíkt væri ekki til! Þær höfðu aldrei heyrt talað um slíkt og eru vissar um að það sé eitthvað sérstakt íslenskt fyrirbæri (eða að ég sé að plata) og telja sig öruggar um að svoleiðis sé ekki hægt að kaupa hér. Ég hins vegar nánast lofaði því að það væri hægt að finna svoleiðis niðursuðuvarning í hverri búð. Um það hef ég ekki hugmynd því ekki hef ég áður þurft á slíkum berjum að halda. Vona bara að ég hafi rétt fyrir mér svona til að sýna þessum finnsku gellum að niðursoðin jarðarber séu ekki bara fyrir skrítna Íslendinga. Það er nefnilega afskaplega leiðinlegt að hafa rangt fyrir sér.
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Held við Íslendingar séum eitthvað aðeins meira fyrir niðursoðinn mat en aðrir. Til dæmis finnst ekki niðursoðinn hvítur aspars hérna, þurfti að kaupa eitthvað sem heitir "slik asparges"(nammi aspars??) í krukku og kostar morðfjár. Hef aldrei séð niðursoðin jarðarber hérna en hef grun um að Den Gamle Fabrik noti niðursoðin jarðarber í sulturnar sínar.
Skrifa ummæli