Ég man þá tíð þegar það var ekkert hallærislegra en að sjást á almannafæri með mömmu sinni eða pabba. Fólk gæti haldið að maður ætti enga vini og þyrfti þess vegna að hangsa með gamla liðinu. Sem betur fer óx maður upp úr þessu því núna á ég einmitt enga vini hér á Akureyri. Ég fór því með mömmu minni á tónleika með Leaves á laugardaginn og svo á Karólínu á eftir. Þetta var svaka stuð alveg hreint og ekki amalegt að eiga svona spræka mömmu.
Annars var þetta fyrirmyndarhelgi enda var hér yfir 20 stiga hiti og sól. Reyndi því að ná mér í brúnku og hékk úti á palli og í sundi eins og flestallir Akureyringar. Ekki slæmt að ná sér í smá lit svona áður en maður flytur í rigninguna og myrkrið í Reykjavíkurborg.
mánudagur, apríl 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Og þessu segirðu frá án þess að blikna eða blána! Glætan að ég léti sjá mig með mömmu, hvað þá pabba!
Nehhh.....sem betur fer er maður vaxinn upp úr þessu, því það var ansi kvíðvænlegt ef maður vissi að mamma þyrfti að fara með manni í bæinn til að gera eitthvað!
Þetta minnir mig á atvik í morgun þegar ég var að keyra Viktor í skólann. Ég fór í leðurjakka sem ég á, mjög flottur og búinn að vera í tísku lengi. Þegar við erum að fara út úr bílnum (ég labba alltaf með honum upp að stofunni), þá segir hann ofur varfærnislega: "en hvað ef krökkunum finnst þessi jakki hallærislegur"? "Hvaða jakki" segi ég. "Þessi sem þú ert í....hehehe" segir hann og lætur líta út eins og hann sé að grínast, en ég veit að honum er fúlasta alvara!
Ég segi honum að það eigi örugglega margar mömmur svona jakka og að þessi jakki þyki nú bara ansi flottur. Hann þurfi örugglega ekkert að skammast sín fyrir mig :)
Þannig að það er ljóst, að það að skammast sín fyrir mömmu og pabba er ekki einungis bundið við unglingsárin, þótt vissulega versni þetta til muna þá ;)
Hæ Anna mín.Hér er líka sól og blída og ég ekkert annad ad gera en ad sitja úti.Vildi alveg hafa verid med tér og másu á karólínu, oft høfum vid mamma tín stungid okkur tar inn og altaf jafn gaman
Mamma þín er með skemmtilegri konum sem ég hef unnið með. Klárlega.
Þorgerður: Skemmtileg saga ... Kannast nú aðeins við svonalagað. Neitaði einu sinni að fara með stóru systur minni í bæjinn af því að hún var með svo hallærislega húfu. Var auðvitað á gelgjunni
Maja: Þú verður bara að koma með okkur mæðgum á Karólínu einhvern tíma síðar, efast ekki um að það yrði mikið stuð
Allý; Mamma mín verður svooo glöð að heyra þetta, mun koma því til skila
Skrifa ummæli