
Skemmtilegt fannst mér að sjá þarna í dómarasæti mann sem þekkir sko fegurðardrottningar af eigin reynslu enda potað alla vega í tvær ungfrúr Ísland. [Já, þegiði, ég veit ég er grunsamlega góð í slúðri] Þarna klipparinn þið vitið. Býst við að þegar hann hefur verið að velta fyrir sér stigagjöfinni hafi hann spurt sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort hann væri til í að "gera" þessa eða hina. Þá sem honum þótti heppilegust til þess tarna gæfi hann svo flest stig. Svo sem ekki verri leið en hver önnur í þess háttar stigagjöf. Giska svo alveg eins á að dómararnir hafi bara valið eitthvað nafn af handahófi, enda voru þær alla vega allar nákvæmlega eins. Fyrir utan áðurnefndan hárlit, þó aðeins hafi verið tveir mismunandi.
Annars á maður ekki að vera að tala illa um svona keppnir. Það eru víst bara ljótar stelpur sem gera það sem eru svo sárar yfir því að hafa aldrei verið beðnar um að taka þátt. Það er svo sem rétt, ég hef aldrei verið beðin og verð það varla upp úr þessu. Ef mér hefði verið boðið það hefði ég sko sagt nei, en það mátti samt alveg spyrja. Hver stjórnar þessu eiginlega?
P.S. Meðfylgjandi mynd var sú fyrsta sem kom upp á google þegar ég sló inn beautyqueen. Merkilegt finnst ykkur ekki?
3 ummæli:
Ohhh...ég elska fólk sem getur sagt mér djúsí slúðursögur! Er hann ekki kærastinn hennar Sigrúnar Bender sem var fegurðardrottning Reykjavíkur fyrir nokkrum árum? I think so. Enda þykir sigurvegari þessarar keppni ansi lík henni ;)
Jújú mikið rétt. Hann veit greinilega hvað hann vill drengurinn sem er svo sem ágætt, sem sé hvíthærðar sætar pæjur
ohh ég meika ekki þessar keppnir!! Hata er líka orð sem ég gæti léttilega notað. Finnst einhvern veginn að það séum við Íslendingar og svo Ameríkanarnir góðu sem erum alveg hooked á þessu ennþá, Danir eru amk ligeglad um svona keppnir. Skiptir ekki mestu máli að vera góð manneskja sem sýna öðrum virðingu og kærleika í hversdagsleikanum?
Skrifa ummæli