mánudagur, janúar 22, 2007

Samskip

Þar sem ég var svo "heppin" að það var keyrt á mig seinasta sumar og hjólið mitt eyðilagðist og fékk ég glænýtt glæsihjól í staðinn, finnst mér ómögulegt að skilja gripinn eftir hér. Ég hef því ákveðið að nota mér þjónustu Samskipa til að ferja gripinn til Íslands sem og nokkra fataleppa. Fyrir þetta greyði ég nánast annað nýrað. Sérlega finnst mér þetta hvimleitt þar sem ég sá í fréttum í gær að Elton John hafði spilað í afmæli forstjóra fyrirtækisins fyrir litlar 80 miljónir. Finnst það mætti því alveg hafa sendingagjaldið aðeins lægra þar sem fyrirtækið er greinilega að græða svona helvíti mikið.
En ef maður ætti svona mikla peninga, myndir maður ekki fá einhvern aðeins skárri en Elton John? Kommon, ELTON JOHN!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ,,hhhhugsi´ð ykkur" (þetta innskot var í boði Sigfríðar Maríu)

Nafnlaus sagði...

Elton John.hann er nú svo yndislegur.allavega gott að hann fékk ekki Magna.en ég mundi nú bara láta mér nægja KARLAKOR EYJAFJARÐAR fyrir lítinn pening og kaupa svo skip handa þér undir !draslið!ef ég ætti svona mikinn pening.en því miður þín vegna er ég bara ósköp venjulegur aumingi.en nú er komið að STORFRETTUM.ISLENDINGAR VORU AÐ VINNA FRAKKLAND A H.M.JIBBY.(þú vissir kannski ekki að það væri heimsmeistaramót)montaðu þig nú því við slóum svíana út úr þessari keppni haha.(þessi frétt var í boði samskipa)það geta nú fleiri verið flottir áðí og boðið í nafni annars en Agla litla.enn semsagt þá er ég í skýjunum þessa stundina og hlakka til áframhaldandi handboltaveislu næstu vikur.knús.AFRAM ISLAND.