þriðjudagur, janúar 30, 2007

Útflutningspartý og pirringur

Gott var útflutningspartýið á laugardaginn og hefur eflaust farið endalaust í taugarnar á grannanum á neðri hæðinni. Haha! Mikið af góðu fólki mætti en eins og ég á til þegar á partýstandi stendur, lét ég mig hverfa úr miðju partýi. Það kemur fyrir þegar áfengi er haft um hönd, að skyndilega hellist yfir mig einhvers konar pirringur hvað það er í rauninni heimskulegt og tilgangslaust að vera ölvaður, og þá langar mig ekki að tala við neinn, því allir eru fullir og pirrandi, og læt mig hverfa án þess að segja neinum frá því. Hef t.d. stundum reynt að ná jakkanum mínum laumulega undan rössum vinkvenna minna á skemmtistöðum þegar ég nenni ekki að kveðja þær og vill komast óséð heim. Gerði þetta í Uppsala í tíma og ótíma, og í byrjun varð fólk áhyggjufullt og hringdi í mig, en þar sem ég var pirruð svaraði ég ekki í símann. Frekar ömurleg, ég veit. Svo lærði fólk á þetta smám saman að ég bara hverf.
Alla vega, kom þessi ákveðni pirringur yfir mig á laugardaginn og fór ég þá bara inn í rúm að sofa í miðju partýi án þess að kveðja neinn, sem er frekar dónalegt af mér þar sem suma mun ég ekkert hitta aftur áður en ég fer heim.
Það versta er samt þó að ég missti af unglingavinum okkar. Þeir komu með 3 aðra unglinga með sér, m.a.s. eina 17 ára og Aysu varð ein að hafa ofan af fyrir krakkagreyjunum. Held að hinum gestunum hafi þótt frekar súrealískt að sjá allt í einu unglingagengi í miðju partýinu. Krakkarnir stoppuðu þó stutt við og héldu heim á leið. Er samt ótrúlega fúl að hafa misst af þeim, þó ekki væri nema að sjá viðbrögð hinna gestana við komu þeirra.
Er annars að fara á kaffihús núna til að hitta Lauru svona í síðasta skiptið, í bili alla vega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe lattu mig tekkja thetta, hef nu nokkrum sinnum sed aftan a thig laumupukast ur gledskap. Drengirnir hafa eflaust verid jafn svekktir og thu og thess vegna horfid snemma a braut.

Vildi annars bara segja takk fyrir kvedjuna i gaer, atti godan afmaelisdag i Lyon. Skrifa ter i kvold.

Njottu dagsins vinan

Anna Þorbjörg sagði...

gaman gaman ad fa post!
Vissi ekki ad thu vaerir hja vininum franska. Vona ad litli pakkinn minn verdi komin heim til thin i london thegar thu kemur tilbaka