Nú er hinni miklu endurfundahelgi lokið. Fengum í heimsókn Tobias, Svíi sem býr í Bandaríkjunum, Keit frá Eistlandi, Alec frá Englandi, Martina hina tékknesku sem býr enn í Uppsala og svo kom Jóakim sem býr hérna í Stokkhólmi eina kvöldstund. Að ónefndum okkur Aysu.
Mikið var nú gaman að hitta alla aftur. Við áttum gott heimapartý á fimmtudagskvöldinu fram eftir allri nóttu sem varð til þess að ég skrópaði í vinnuna daginn eftir. Úbs! En skráði mig nú veika og ég var nú eiginlega veik þó veikindin hefðu verið sjálfsköpuð. Það er ekki eins og maður sé næstum þrítugur eða hvað...
Hér að ofan má einmitt sjá hve huggó stemning var á fimmtudagsnóttinni.
Endurfundir að sjálfsögðu skipulagðir sem fyrst aftur.
Alec er hérna enn þá en hann er á fullu inni í eldhúsi að elda handa mér súpu. Ekki amalegt það að hafa svona heimavinnandi heimilisföður.
mánudagur, janúar 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oh enn hvað það hefur verið gaman! Alltaf gaman að sjá myndir og svona ;)
Skrifa ummæli