laugardagur, janúar 20, 2007

Laugardagur

Gaman að heyra að fólk er almennt sátt við ákvörðun mína um Íslandsflutninga. Finnst gott að heyra jákvæðni svona þegar ég er ekki alveg viss sjálf hvað í andskotanum ég er að gera. Er annars byrjuð að undirbúa flutninga. Var að kaupa mér ferðatösku og svo svona plasttöskur einhverjar til að senda dótið mitt með pósti. Djöful á ég mikið af drasli. Tók með mér fullt af meira dóti eftir jólafrí sem ég hefði nú betur átt að láta ógert þar sem nú þarf ég bara að borga undir það heim aftur án þess að hafa svo mikið sem notað sumt af því. Fór í H&M í gær og bætti enn í safnið þar sem mér finnst ég þurfi að nota síðasta sénsinn til að versla áður en ég kem til okur Íslands.
Annars er loksins kominn vetur í Stokkhólmi, snjókoma og kuldi. Gott að fá aðeins aðlögun áður en ég kem til Íslands þar sem mér skilst að sé fimbulkuldi. Er að fara að hitta Lauru vinkonu mína til að glápa á video en er ekki alveg að nenna út í fannfergið. En ætla að bíta á jaxlinn og drífa mig út.
Eigið gott laugardagskveld.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sømuleidis elskan,en i dk er mikid rok og brjálud rigning,svo ad heldur vildi ég hafa snjó og smá frost.Njóttu bara tíman vel tar til tú ferd heim........Knuzzzzzz

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med thessa akvordun!
eg a eftir ad sakna thess ad hafa thig ekki sem nagranna lengur ;o)
mer lyst bara vel a thetta hja ther.

Er by the way ny buin ad eignast adra systur dottur, sem er nafna min (Fjola) og eg er rosa stolt!

Anna Þorbjörg sagði...

Vá, til hamingju með það. Ég myndi sko líka vera stollt með að fá nöfnu. En býst nú svo sem ekki við því í nánustu framtíð, ekki er hún eldri systir mín vænleg til útungunar á næstunni alla vega