fimmtudagur, janúar 25, 2007

Listinn

Blogger er bilaður svo ekki er hægt að setja inn myndir. Fúlt þar sem ég var búin að finna þessar líka fínu myndskreitingar við færsluna. Ákvað að gera smá lista þar sem ég stend nú á þeim tímamótum að yfirgefa Svíþjóð eftir að hafa búið hér í tæpt 1 1/2 ár.

Hvers mun ég sakna:
-Að tala sænsku
-Að fara í göngutúr um Stokkhólm og alltaf getað fundið eitthvað nýtt
-Vinana minna, sérstaklega Aysu (eins gott að hinir hvorki lesi né skilji þetta)
-Kexchoklad
-H&M
-Trjánna
-Alvöru sumars
-Logns (þegar það er ekki logn hrópa Svíarnir upp yfir sig "stormur, stormur" og allt verður vitlaust
-Að allir segi "hej" við mann
-Kaffihúsana og barana sem ég enn eftir að prófa
-Second hand búðana sem ég nýbúin að uppgötva
-Að getað skroppið til annarra útlanda án þess að það kosti aleiguna
-Allra hjólastígana

Hvers mun ég ekki sakna
-Að tala dönsku (þeir sem ekki fylgjast vel með, þá tala ég mikið dönsku í vinnunni)
-Að troðast í neðanjarðarlestinni
-Metrósexúal karlmanna
-Netto (subbubúlla)
-Að vera klukkatíma að komast til vinnu og annan klukkutíma að komast frá
-Endalausum seinkunum á lestum sem veldur því að maður stendur og bíður í kuldanum
-Að standa í röð til að komast í hraðbanka (alltaf)
-Að pirra mig yfir sambýlingum mínum þegar þeir gera ekki hlutina nákvæmlega eins og ég vil
-Herbergisins míns þar sem allt heyrist úr sambýlingsins herbergi og öfugt að sjálfsögðu
-Ömurlegra sjónvarpsstöðva
-Nágrannans á neðri hæðinni
-Subbulega þvottahússins í kjallaranum
-Paddana í íbúðinni okkar
-Leiðinlegu konunar í vinnunni

Mér telst svo til að fleira sé neikvætt en jákvætt svo niðurstaðan hlýtur því að vera sú að þetta er hárrétt ákvörðun hjá mér að yfirgefa þetta land.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hárrétt ákvörðun!!! svo eru plúsarnir líka svo margir hér t.d. ÉG og Jobbalingur, svo það gerir hana enn þá réttari ;)

Anna Þorbjörg sagði...

Thad er svo sannarlega rétt fraenka kaer!

Nafnlaus sagði...

haha hvað er það samt með dönsku ?? Af hverju er svona leiðinlegt að tala dönsku? Nú er ég orðin nokkuð góð en LANGAR samt aldrei neitt sérstaklega til að tala þetta tungumál. Jú ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá þér þó ég haldi að þú munir sakna frelsisins mikið þegar þú verður komin í foreldrahúsin aftur og ég er næstum viss um að þú munir flytja eitthvað annað fljótlega eftir það. Ég vona að þú finnir það sem þú ert að leita að eða amk fattir hvað það er sú þú villt allra helst í heiminum!! Gangi þér vel sæta mín knús