Tími kominn á smá blogg segiði. Er komin aftur til Stokkhólms eftir allt of fáa daga heima á Íslandinu. Er ekki enn orðin sátt að vera komin aftur út, gef þessu nokkra daga í viðbót, og svo hætti ég þessum aumingjaskap. Nenni ekkert að skrifa núna að ráði, set bara nokkrar jólamyndir. Hér að ofan má sjá hott beibið hana systur mína working it for the cameras
Mútta, Egill og Dódó
Ein klassísk við jólatréð
Heimilisdýrin
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn hún hálfdanska Emilie. Vil afsaka sjúskið á sjálfri mér með því að segja frá því að þarna var ég með um 39 stiga hita. Gaman að koma heim og verða veikur, en þá hefur maður alla vega heila fjölskyldu til að vorkenna sér, svo ekki er hægt að kvarta að ráði
Fólk má giska hver þetta er. Ekki hefur þessi afsökun um veikindi fyrir útganginn á sér
Afi gamli að hlusta á eitthvað stórgott ábyggilega
Jobbi litli komin úr að neðan á nýjársnótt með hor í nös. En samt sætur.
Og Svala litla sæt og prúð
Svo kom hún Elma litla með mér út og var með mér nokkra daga en fór í gær. Get afsakað bloggletina með því. Maður á ekkert að vera að hanga í tölvunni þegar maður er með gesti.
Nenni ekki meir, skrifa meira síðar
mánudagur, janúar 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Kærar þakkir Anna mín. Ég vona að það verði fljótt gaman hjá þér, janúar er oft leiðinlegur mánuður ef maður býr í útlöndum. Kossar og knús, Stína
oh..ég kvídi thví líka að fara út og vera ein aftur. En látum ekki bugast! :) Hafðu það gott! Laufey
gaman ad sjá frá jóla í austubyggd,tad gladdi mitt hjarta og mína sál.en eg er med 10 cm skurd á øxl og get og má ekkert gera næstu mánudi og er sammála stínu ad jan er hundleidinlegur mán.en brádun kemur bjartari tíd.......vonandi verdur gaman hjá tér og njóttu tímans vel tar til tú ferd heim í sumar,love you..
Greyid MAja min. Vona ad ther muni batna fljott. Var svona ad spa ad madur aetti kannski ad stefna ad Danmerkurferd um paskana svona ef madur er velkomin. En vid getum raett thad sidar!
Ég hef nú reyndar alltaf haldið sérstaklega upp á janúar ;)
en í alvöru talað er alltaf skemmtilegra eftir jól en fyrir ef maður hefur byrjað í einhverju nýju að hausti. Svo það er allt í plús frammundan!
Er glöð að sjá loksins smá blogg, var farið að lengja eftir þessu. Heyrumst brátt þín Sólrún
já gott að þú ert farin að blogga aftur.glæsilegar myndir af fjölskyldumeðlimum.hér er bara kalt og snjór og ekkert gaman en ég skil að þér finnist þetta hafa verið of stuttur tími.það finnst mér líka og hefði ég nú alveg viljað hitta þig meira en svona er þetta.koma tímar koma ráð.vona að þú hafir það gott og mundu að þegar janúar er búin er stutt í vorið góða grænt og hlýtt(vonandi allavega)líst vel á að þú drífir þig fríðu og feilafrís um páska.knús knús.
Aðdáendur athugið. Gerði heiðarlega tilraun til að blogga en bloggerinn hleypir mér ekki inn!
Skrifa ummæli