miðvikudagur, janúar 10, 2007

Húsnæðisvesen

Nú er illt í efni! Konan sem leigir okkur fékk bréf í gær frá ríkinu um að hún hafði verið að leigja okkur ólöglega (hún tilkynnti fyrir um okkur í nóvember) og hún missi því leiguréttinn á íbúðinni. Við leigjum sko svona í andra hand af henni, svolítið annað kerfi á þessu en við eigum að venjast. Alla vega þá lítur allt út fyrir að við þurfum að flytja á næstu vikum. Frekar ömurlegt enda er alltaf erfitt að finna húsnæði hér sem og víða annars staðar. Þannig að ef svo skemmtilega vildi til að einhver sem þetta les veit um íbúð í Stokkhólmi fyrir 3 stúlkukindur mætti sá hinn sami gjarnan láta mig vita af því.
Arg.....Hata að flytja

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æji ekki gott mál.nú er bara að drífa sig í að finna einhvern vænan moldríkan aumingja sem þú getur flutt inná,nei nei segji bara svona,(oft var þörf en nú er nauðsyn)þið finnið bara vonandi enn betri íbúð þú veist að sagt er .þegar einar dyr lokast opnast aðrar.spekingsleg sú gamla haha.en sem sagt vonandi blessast þetta allt saman.knús.

Nafnlaus sagði...

Tetta er bølvad vesen...Tad kallast á dønsku ad frammleiga íbúd,en tar hafa leigendur tó nokkran rétt,ekki bara hægt ad henda fólki út med svo stuttum fyrirvara.Gerdud tid ekki sammnig???Hvad med ad fara á kommunen og hvarta og hveina.En fardu bara á snobb bar og gerdu eins og glóa segir,bara ekki aumingja.En komdu endilega um páskana,tad myndi gledja okkur mikid hér í Odence ad fá ad hafa tig og sjá,knus

Nafnlaus sagði...

Sætt tetta med Gretu gømlu,tetta lýsir tér best...........

Nafnlaus sagði...

Wad? Skriffinska allstaðar....Óþolandi!!!

Nafnlaus sagði...

mér finnst nánast ad tessi kella ætti ad finna nýtt húsnædi handa ykkur tar sem hún klúdradi tessu svona ærlega

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl

Duttum inn á heimasíðuna þína fyrir tilviljun en við búum einmitt í Stokkhólmi eins og þú. Nema hvað... á morgun ætlum við að halda partý fyrir nokkra skemmtilega Íslendinga + sænska fylgihluti þeirra og var að detta í hug hvort þú vildir kíkja. Endilega sendu okkur línu á 80323@student.hhs.se

Kveðja

María & Brynhildur

Nafnlaus sagði...

fardu í tetta party,tad er aldrey ad vita nema tar finnist lausn á íbúdarvandamáli ykkar..........