Ég og Aysu fórum út á lífið í gær. Afar skemmtilegt kvöld og ólíkt flestum öðrum. Fórum á skemmtilegan stað og sátum þar við blaður og drykkju þar til lokað var klukkan 1. Okkur var bennt á góðan stað sem væri opinn lengur og við ætluðum að skunda þangað. Þá sér Aysu 2 unga pilta sitja í bíl fyrir utan staðinn sem við komum út af. Hún vindur sér að þeim og biður þá að skutla okkur sem þeir taka vel í. Kemur á daginn að þeir eru 19 ára. Ég laug auðvitað að ég væri 25 ára og Aysu hélt kjafti um aldur sinn. Töluðum piltana á að koma með okkur og reyndum svo að komast inn á þennan stað + nokkra aðra en hvergi var strákgreyjunum hleypt inn sökum aldurs. Jafnvel þó þeir hafi verið í fylgd með fullorðnum. Það endaði því að við buðum þeim heim til okkar þar sem þar er ekkert aldurstakmark og þar sátum við langt fram á morgun og drukkum kaffi og borðuðum piparkökur. Spes!
Hér eru nýju barnungu vinir okkar þeir Matthias og Cliff. Matthias er með hatt sem mamma hans gaf honum í jólagjöf. Krúttlegt eða hvað!
Fyrir ykkur hafið sýktan hugsunarhátt og haldið að eitthvað ósæmilegt hafi átt sér stað milli kellingana og barnana get ég fullvissað ykkur um að ekki var um neitt slíkt að ræða.
Við höldum svo útflutningspartý í kvöld og buðum að sjálfsögðu piltunum en veit ekki alveg hvort þeir þora að koma í svona fullorðinspartý. Veit ekki heldur alveg hvernig þeir myndu passa inn en ég vona að þeir komi svona til að krydda aðeins partýið og láta okkur líða ungum á ný! Þess má geta að þegar ég loks gaf þeim um að ég væri fædd 1979 sagði annar þeirra, "vá ertu þá 38 ára!" Veit ekki alveg hvort það sé verra að hann trúi virkilega að ég gæti verið næstum fertug eða að sænsk æska sé svona agalega léleg í stærðfræði.
laugardagur, janúar 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
haha fyndin saga :) Hvað er málið með að halda að þú sért 38 ára!! ógeðslega fyndin mynd af þeim líka hehe. Flottar gellur að pikka upp unga og ferska gaura ;)
Hann var nú ekki ýkja gamall Bauninn sem þú höstlaðir á Jomfru Ane Gade og dröslaðir heim í Blegkilde Allé 44 hérna í den og ég tók mig til og henti út í einhverju grömpy brjálæðiskasti og er enn að skammast mín fyrir þannig að þessu gefnu átt þú þetta nú til Ms. Jónasardóttir :o) Vá hvað þetta var löng setning!
Kveðja frá Norge og vonandi er þrumustuð í partýinu ykkar!!
Við vinnufélagarnir 3 erum aðeins að staupa okkur á svítunni hér í Geilo á Jarðarberja Mojito og bara nokkuð nettir.
Ég sýndi strákunum myndina af þér sem er á blogginu þínu og þú fékkst 9,8 af 10 mögulegum. 0.2 down fyrir barnaperraskapinn í ykkur :o) Heheh!!
Kveðja frá skíðaplebbunum í Norge,
Jón Gunnar
www.blog.central.is/jongunnar
Kveðjur til Stokkhólms,
Góð saga!!
Vona að drengirnir láti sjá sig!
Svona er mín saga; Um seinustu helgi fór ég á eitthvað háskóladjamm, sem reyndist mest undergraduate og skemmti mér svo sem ágætlega en þegar drengur sem var að reyna við mig reyndist heilum sjö árum yngri var mér nóg boðið og skundaði í partý til vina minna.
þar sagði ég náttlega söguna af barnungu mönnunum og varð upp mikið fótafit þegar upp komst að ég væri næstum 28! þeir héldu blessaðir að þeir ættu þarna unglamb að vinkonu og voru alveg bit að ég væri svona háöldruð (eins gott að þeim reiknaðist ekki til að ég væri 38) við sem héldum öll að við værum á sama aldir en reyndumst á aldrinu 22-28. Fannst þeir reyndar gera óþarflega mikið úr aldursmuninum en svona er þetta. Ætla bara að þakka fyrir að ég get enn fallið inn í ungmennahópinn!
PS lauk kveldinu með að klípa aðeins í einn næstum 25, er það nokkuð of ungt???
Sólrún mín, það er háaldrað ...
Jæja ég er byrjuð í blogginu aftur.. Hvenær er svo von á þér heim og hvenær fær maður að sjá þig? Hlakka til!
Skrifa ummæli