Loksins er sumarið komið aftur og hægt er að fara vettlingalaus út úr húsi! Skellti mér í smá sólbað í þeirri von um að endurheimta brúnkuna frá því í maíbyrjun. Eftir að hafa legið nokkra stund mundi ég eftir sögu úr dýraríkinu sem ég heyrði fyrir nokkru. Í Svíþjóð eru snákar, já og sumir eru meira að segja eitraðir. Tveir af mínum bekkjarfélögum sem búa hér í Lilla Sunnersta hafa mætt slíkum kvikindum (reyndar ekki eitruðum) hér í nágrenninu. Þegar ég loksins hef nokkurn veginn náð að komast yfir sjúklega hræðslu mína á röndóttum flugum sem stinga, hef ég nú þróað með mér snákahræðslu. Ætli ég verði ekki bara að vera hvít í sumar, býst við að það taki nokkur ár að komast yfir snákafóbíuna, tók mig alla vega næstum 25 ára að fá ekki tryllingskast þegar feit, röndótt býfluga var í nágrenninu.
Síðustu dagar hafa verið nokkuð góðir. Horft á gæðasjónvarpsefni á daginn og farið út á kvöldin. Lífsstíll sem virðist henta mér ágætlega. Fórum út í gær, mitt 4ða kvöld í röð. Gat ekki sagt nei, því þetta var síðasta kvöld Michaels. Hann er pólskur Kanadamaður sem heldur að hann sé Latinói. Hann var glaður að komast héðan. Hann kom hingað með það markmið að finna sér ljóshærða, sænska, sæta kærustu. Komst fljótt að því að þær voru ekki eins æstar í hann og hann í þær. Þá reyndi hann það næstabesta og reyndi við allar bekkjarsystur sínar. Tókst ekki heldur. Fann sér svo eldri konu í Bandaríkjunum. Fólk er sem sé byrjað að tínast í burtu. Reyndar er seminarið ekki fyrr en á miðvikudag og fimmtudag en það kláruðu ekki allir ritgerðirnar og skila því seinna.
Ætli ég verði ekki að fara að byrja að lesa ritgerðina sem ég á að gagnrýna. Fékk ritgerð Sunu frá Tyrklandi og hún er ein af þeim styttri í bekknum sem er vel því ekki nenni ég að lesa of mikið.
Annars eru bara 2 vikur í að ég fari heim!!!! Jibbí
sunnudagur, júní 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
í dag er þynnkudagur hjá okkur Frank og sólin skín stanslaust bara til að pirra mig, hún hefur annars ekki skinið hérna í DK í mjög langan tíma. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af snákum því ég get farið í sólbað á svölunum okkar :)Skil vel að þú sért með snákafóbíu finnst það bara ógeðfelld dýr.
Hvað er að frétta? Varstu étin af snák? Til hamingju með sumarið! Hvenær kemurðu til Ak og hvað verðurðu lengi?
Skrifa ummæli