Fékk smá nostalgíukast þegar ég minntist á Indland (+ mér leiðist) þannig að ég ákvað að skella hér inn nokkrum myndum svona mér til gamans og vonandi öðrum líka! Hér að ofan er The Happy Valley teekran í Darjeeling. Fallegasti staður sem ég hef komið á sem og besti barinn á Indlandi (sem ég hef komið á!)
Hér er Sólrún að bindast svitaböndum við rickshaw bílstjórann okkar. Slíkum böndum bannst maður nokkrum innfæddum sem og sérlega sterkum við vinkonar sínar. Sérstaklega þó í hinni margrómuðu 13 klukkustunda rútuferð í "lúxusrútunni" þar sem við vorum 3 í öftustu röð ásamt 5 manna fjölskyldu.
Lótushofið í Delí. Alltaf þurfti maður að fara úr skóm sem mér þótti afar erfitt í fyrstu enda finnst mér fátt viðbjóðslegra en að vera á tánum annars staðar en í sturtu (og þá meina ég ekki í sundi, það er ógeð).
Hér bregður Guðrún á leik og þykist vera að keyra rickshawinn. Sniðugar alltaf hreint!
þriðjudagur, júní 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ohh sælar minningar. Gangi þér vel í dag sæta. Hugsa til þín :)
Hæ Anna! verð að segja að ég er hjartanlega sammála þér með að vera berfættur í sundi. Mér er aðallega illa við búningsklefana! Hluti minnar verstu martraðar er að gerast náinn búningsklefagólfi á einhvern hátt. Btw hitti ég Sólrúnu í gær hressa. Bestu kveðjur. S
Skrifa ummæli