Þá er maður staddur á Íslandi. Alltaf gott að vera komin heim þó það hafi verið dálítil viðbrigði að koma beint úr 24 stiga hita og sól í 6 stiga hita og mígandi rigningu. Ég held alltaf að Ísland sé ekki svo mikið kaldara en hin Norðurlöndin en þegar ég lendi í Keflavík tekur sannleiksstundin við þegar kuldinn nístir að beini. Auðvitað samt batnar þetta þegar norðar dregur því það er jú alltaf gott veður á Akureyri.
Það er svo ættarmót um helgina og dönsku ættmennin streyma hingað í kuldann. Á síðasta ættarmóti fyrir 5 árum vorum við öll barnabörn Egils Jónassonar einhleyp og stungum í stúf við afkomendur hinna systkinana og héldum til í unglingatjaldinu, einhleyp og barnlaus. Nú hafa frændsystkini mín fjölgað sér og tekið sér maka. Ég og mín systkini stöndum hins vegar okkar plikt og erum í nákvæmlega sömu sporum og fyrir 5 árum síðan. Unglingatjaldið mun verða hálftómt þessa helgina.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehe enn í sömu sporunum.......snilld!! ;)
Skrifa ummæli