miðvikudagur, júní 28, 2006

Komin "heim"

Þá er ég komin aftur til Uppsala eftir góða og allt of stutta Íslandsferð. Ættarmótið um helgina fór vel fram og án teljandi óláta. Afkomendur Egils Jónassonar voru að sjálfsögðu mestu partýdýrin og Sigríður Larsen vann bæði kvöldin í að fara síðust að sofa. Get ekki verið annað en stollt að koma úr þessari fjölskyldu. Hér til hliðar er mynd af afa og hans liði.
Byrjaði síðan að vinna í gær. Þegar ég fór að sofa kvöldið áður stóð í ég þeirri trú að ég ætti að byrja að vinna klukkan 7:15 en þegar ég vaknaði um morguninn leit ég betur á skemað og þar stóð að ég ætti að byrja klukkan 6:45. Ég var enn frekar þreytt eftir ættarmótið mikla og ferðina út og fékk smá taugaveiklunarkast þar sem þá var klukkan 6:25 og það tekur um hálftíma að hjóla. Ég spýtist út og sé þá mér til mikillar mæðu að það er mígandi rigning og ég klædd í sandala og hnébuxur. Hef hins vegar ekki tíma til að skipta og hjóla af stað á milljón. Náði til vinnustaðarins um 5 til 10 mínútum of seint afar blaut og sveitt og þreytt og stressuð. Það kemur hins vegar á daginn að ég átti að byrja klukkan 7:15 svo taugaveiklunarkastið var algerlega óþarft. Fór svo á stjá að sinna gamla fólkinu sem er því miður mun veikara en það sem ég hugsaði um þegar ég bjó í Täby. Held nú samt að þetta verði allt í lagi þegar ég verð komin inn í þetta, verð útsofin, í þurrum skóm og það er ekki eins þunglyndislegt veður eins og í gær. Ég er síðan að fara að vinna á eftir klukkan hálf 3 til 10 sem var afar hentugt svo ég gæti loksins sofið almennilega.
Mun bráðlega reyna að setja inn myndir af Íslandsreisunni og síðan var planið að setja inn fullt af nýjum myndum héðan sem fyrst því ég keypti mér myndavél í fríhöfninni en klára ég gleymdi henni hjá Gyðu í Reykjavík.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ er þetta jafn mikið stress og er hjá mér? Maður fær næstum engann tíma til að gera miljón hluti heima hjá fólki. Í gær var ég týnd og það tók mig 20 mín að finna heimilisfang og þegar ég kom á staðinn var viðkomandi mállaus og ég hafði aldrei verið hjá honum fyrr svo það tók mjög langan tíma að finna út hvað hann vildi að ég hjálpaði honum með ! Ég átti svo í þokkabót að sinna fjórum manneskjum á þessum sama klukkutíma en ég var náttúrulega í skít með þetta allt saman! úff!

Nafnlaus sagði...

Sæl Anna mín og takk fyrir síðast. vona að þú hressist þegar þú hefur náð svefninum í lag. Svar frá RB var neg.

Nafnlaus sagði...

sæl anna min.það er gott að þu getur verið stolt af einhverju í fjölskildunni ekki lítum við svo frínilega út á þessari mynd sem þú ert með þarna.í alvöru skoðaðu hana vel.við erum einsog eitthvað lið af einhverju sambyli.ekki það að fólk á sambyli sé endilega slæmt.hugsaðu þéér.vona að þu hafir það gott.knús.(sást þú örugglega myndina af emilie)haha

Nafnlaus sagði...

smá prentvilla í nafninu .það á að vera eyglo fleygafría en ekki eyglóf.þú mannst hvað eg var dugleg að losa mig við fleygana.svo mér finnst þetta vera ágætis nafn.haha