Síðasti skóladagurinn búinn og masterinn nokkurn veginn kominn í hús. Bíð bara eftir einkunn sem kemur í byrjun næstu viku. Vörnin á ritgerðinni gekk alveg hreint ágætlega enda vorum við Aysu búnar að bera saman bækur okkar áður.
Þegar allir voru búnir að verja ritgerðirnar sínar hélt kennarinn tilfinningaríka tölu um hvað hann hefði lært mikið af okkur og svo videre. Anthony og Aysu létu sömuleiðis tilfinningar sínar í ljós og lofuðu árið og hópinn allan. Þessi mynd er tekin beint á eftir. Allir áttu að hoppa en mismikill metnaður lagður í hoppinn, sýnist Aysu og Cheong hoppa hæst. Nokkrir eru týndir bak við. Fórum svo að ánni og sátum þar í góða veðrinu og sumir fóru út um kvöldið en margir þó bara heim í háttinn, þ.á.m. ég sem var alveg búin á því. Í dag var svo smá grill og sólbað hjá Hönnu. Afar huggulegt að liggja í grasinu, spila fótbolta og eta. Í kvöld er svo bara afslappelsi enda liggur mikið við á morgun. Lokakvöldverðurinn sjálfur. Byrjað verður klukkan 5 og svo lagt í 3ja rétta máltíð á einum fínasta veitingastaðnum hér í Uppsala, alla vega er staðsetningin frábær, rétt við afar fallegt vatn hér í nágrenni Lilla Sunnersta. Þar munum við geta setið á veröndinni við vatnið í góða veðrinu sem er nú loksins komið.
Það verður gaman og líka afar, afar, afar sorglegt.
föstudagur, júní 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli